Nakinn er klæðalaus maður

Jæja, ætli það sé ekki best að taka upp þráðinn svo einhver geri það. Ég skora á Atla og Sigurjón um að taka veðmáli um 1. blogg í viku frá hverjum og einum okkar, klikki einhver þýðir það bjórkassa í ískápinn á hans kostnað!

En það er í raun frá allt of mikklu að segja svo ég vona að þeir félagar dragi mig að landi með það sem gerst hefur síðan meishelgin fræga var. Helgina eftir komu bæði foreldrar Atla og Kalli vinur Sigurjóns í heimsókn í borgina. Kalla tókst að koma sér í æluklúbbuinn á mettíma eða strax á fimmtudagskvöldinu :) Á laugardeginum heyrðum við í Gísla , íslenskur skiptinemi hér sem við höfðum frétt af í gegnum kunningja. Við hittum hann og Gumma félaga hans sem býr í Vín svo á svaðalega nettum stað þar sem allir borðuðu með höndunum. Þar borðaði hjörðin með bestu lyst í boði Jóhönnu og Guðmunds (foreldrum Atla) og vonast ég til að strákarnir geti sett myndir hér inn af því, en þetta er enginn hefðbundinn staður, bjórinn er drukkinn úr 1líters krúsum og undir borðhaldinu voru menn að skylmast, eldgleypir og magadansmær m.a.

Eftir öfluga helgi tók við meira fjör svo því strax á þriðjudeginum skelltum við okkur á Queen tónleika hér í bæ.

Núna um þessa helgi fór hluti skólans til Kraká í Póllandi og þangað fór Atli og verður hann að segja frá því sem þar gerðist. Við Sigurjón skelltum okkur hinsvegar á Pendulum tónleika á föstudagskvöldinu í gamalli lestarstöð sem virðist nú vera einhversskonar lestarmynjasafn og vorum við vægast sagt hrifnir af staðnum.

Rudos baðhús

 Á laugardagskvöldið var svo rosalegt BI 18 sundlaugarpartý í Rudos sem er eitt af mörgum frægum baðhúsum í Buda. Þetta var virkilega flott sett upp þar sem aðalpartýið var í stærstu sundlauginni og var þar flott ljósashow á veggnum og fjöldi fólks, þá voru einnig tvö dansgólf þar sem liðið dansaði á bikini og skýlunum ásamt minni herbergjum með heitum laugum og gufubaðsvölundarhúsi.

Í einu laugarherberginu var t.d. eld og magadansmeyjasýning og svo voru mismunandi DJ í hverju herbergi. Klefarnir þarna voru ekki eins og við eigum að venjast heldur var blandað stelpur og strákar, en hver og einn fékk læsta klefa líkt og mátunarherbergi í fataverslun til að skipta um föt í og svo sturtaði liðið sig bara í sundfötunum á hinum ýmsu stöðum í húsinu.

Undirritaður skellti sér í einn sturtuklefa sem var þannig uppbygður að það var bara eins og margir litlir sturtuklefar væru hlið við hlið, þannig að það var hægt að loka að sér og glerið á milli var matt svo ekkert sást. Hinsvegar fór ég nú fljótlega að taka eftir því að í sturtunni við hliðina á minni var fólk að skemmta sér mun betur en ég :). Ég var svosem ekkert að pæla meira í því og var bara að njóta heitrar sturtu, en undanfarnar sex vikur höfum við verið að ná þetta 0 - 1 mínútu heitri sturtu í íbúðinni okkar þrátt fyrir ítrekaðar heimsóknir vanhæfs viðgerðamanns. En svo brá mér heldur betur þegar glerið á milli klefana hrynur inn í sturtuna mína með látum og stelpan sem hafði verið í actioni þar liggur allt í einu á botninum á mínum sturtuklefa og gæinn með sundskýluna á hælunum og félagan beinstífan út í loftið frekar vandræðalegur að reyna að setja Ungverjalandsmet í að standa á fætur, klæða sig í skýluna og tosa vinkonuna upp og forða sér af svæðinu, svei mér þá ef honum tókst það ekki! Þau muna það líklega næst að það borgar sig að nota fasta vegginn, jafnvel þó það þýði að blöndunartækin verði í afturendanum á stelpunni!

En ég kveð í bili og vonast til að áskorun mín hleypi nýju lífi í þessa síðu, það eru uppi hugmyndir um að skella sér í road trip um Evrópu á næstu dögum, flytjum ykkur frekari fréttir af því þegar þar að kemur.

Kveðja

Pétur F.


Fólskuleg árás framkvæmd af gömlum karlskratta!

 P1011641

 

 

Eins og eflaust einhverjir eru búnir að lesa hér á undan þá var ég tekin fyrir hér á götum Budapestborgar og sprautaður með Piparúða eða einhverskonar mace.

 Mér finnst eins og þetta atvik eigi skilið að vera tekið örlítið betur fyrir og því sit ég hér nú yfir tölvunni hálf blindur og stokkbólgin. 

Kvöldið byrjaði vel, Atli ég og Pétur vorum á frábærum veitingastað, guðaveigarnar runnu niður og við eyddum peningum sem við eigum ekki, ekkert öðruvísi en aðra daga semsagt.

Seinna um kvöldið erum við staddir á götu stutt frá heimili okkar í okkar mestu makindum. Skulum hafa það á hreinu þegar ég segi okkar mestu makindum, þá er það meira þannig að við vorum fullir eins og íslendingum einum er lagið í útlöndum. Aðeins 10 mín áður skrapp Pétur inn í símaklefa og sagðist þurfa hringja eitt símtal sem mér fannst nú vera frekar furðulegt því ég veit fyrir víst að hann á farsíma og hef séð hann nota hann, Margoft! En hlutir urðu skýrir fljótlega þegar grunsamleg vatnsspræna kom skríðandi undan klefanum. Meðan Pétur er að hringja fæ ég þessa frábæru hugmynd um að taka nálægan garðbekk og leggja að hurðinni á símaklefanum, bara svona til að koma í veg fyrir að nokkur maður trufli Pétur við símtal sitt eða aðrir myndu vilja halda fram, vera fullur og stríðinn. Pétur er frekar stór og stæðilegur maður og þessi eini garðbekkur var nú ekki til mikilli vandræða fyrir hann. 

Stuttu seinna, Atli og Pétur eru eitthvað að ræða málin um hvert skuli fara og ég í mínu mesta sakleysi ráfa eitthvað frá þeim í mínum eigin heimi(labbandi eftir götunni þar sem ég er búin að banna mér að snerta brot eða samskeyti í stéttinni) Meðan Atli og Pétur eru að diskútera kemur askvaðandi að mér eldri maður um sextugt ég hætti að dunda og brosa að honum og bíð eftir að hann kemur að mér, búandi við að kallinn þurfi aðstoð eða eitthvað þvíumlíkt(Því ég er eins og einhver segull oft á næturna um að hjálpa liði, hvort það sé að aðstoða sígauna ömmu um borð í strætó með hún lemur aðra í kringum sig með dagblaðinu sínu eða margt annað þvúmlíkt.) allavegana aftur að gamla karlinum. Hann með grátt/hvítt hár orðin freka sköllóttur og þegar ég hugsa um það núna þá gæti hann vel verið einhver róni. Þarna stend ég brosandi, vel kenndur og allur úr vilja gerður. Sá gaml rífur upp einhvern brúsa beinir honum að mér og lætur vaða ég man að ég hugsaði með mér, hvern andskotann er sá gamli að gera með að bleyta mig allan en þá grípur í mig þessi svona svakalegi sársauki ég hníg niður og öskra í þá átt sem ég held að drengirnir séu "Gamla fíblíð meisaði mig!" "sjítt!!!" Atli kemur askvaðandi "hvað er að?" 

Þarna ligg ég í götunni grenjandi staurblindur,ónýtur og að Atla sögn gamli karlinn hvergi nærri. Vitið ég get eiginlega engan vegin líst sársaukanum því... ég hef verið meisaður 3svar sinnum áður þ.e.a.s í lögregluskólanum og svo sumarið sem ég starfaði í löggunni(er skylda fyrir alla að vita hvernig þetta er) Það var sárt maður blindast allur, á erfitt með að anda og getur engan vegin opnað augun. Þarna liggjandi í götunni var eina hugsunin sem komst fyrir sú að hversu miklu miklu sterkara þetta efni var en það sem notað er í löggunni og hversu viðbjóðslega sársaukafullt þetta var.

Atli þessa elska sem hann er kemur úr vatnsferðinni sinni og hugar að mér en gerir þau mistök að reyna nudda draslið úr andlitinu á mér. Þar með fær Atli svokallað smit því hann fer óafvitandi með sömu hendi í andlitið á sér. Þarna því í staðinn fyrir einn vælandi og blindan mann verða þeir tveir.

Þarna liggja tveir staurblindir vælandi menn og yfir okkur stendur Pétur. Eftir þónokkurt væl og það mest úr mér ef ekki allt, rísum við á fætur og erum leiddir af Pétri blindandi heim til okkar sem var sem betur fer aðeins 5 minútur í burtu, Pétur þurfti bókstaflega að leiða okkur alla leið heim upp stigann og inn í baðherbergi. Þar grenjum við aðeins meira og reynum að skola sullið úr. 

Ég veit ekki hvað skal segja meira, nema það að ég hef aldrei lent í öðru eins og eftir að hafa spurt "skiptinemamömmuna" okkar út í þetta þá er þetta víst ekkert svo óalgengt þ.e.a.s fólk sprautað og svo rænt. En ég læt hér með fylgja mynd af því þegar við vorum komnir heim og vorum að skola okkur í baðkarinu. 

 P1011642

við fundum nú lag svona í tilefni þess sem gerðist hafði fyrir viku síðan

 http://www.bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=34511


Hryðjuverkalög á Íslendinga? Hryðjuverk á okkur amk

Það er einföld ástæða fyrir því að ég (Pétur) skrifa þessa færslu, Sigurjón og Atli sjá ekki á tölvuskjáinn, Sigurjón sér reyndar ekki neitt og Atli bara svona brot og brot! 

Þannig er mál með vexti að við félagarnir ákváðum að vera glæpsamlega flottir á því í kvöld og fara með gjaldeyri okkar Íslendinga á rándýran og frábæran Brasilískan stað sem bauð upp á stórkostlegar brasilískar (reyndar vöknuðu nú grunnsemdir um þjóðerni sumra þeirra) dansmeyjar sem dönsuðu í takt við sambatónlist hljómsveitar hússins. Þá höfðum við frábæran þjón sem helti rauðvíni í glösin nánast jafnóðum og við drukkum það og það allra besta var maturinn. Fengum 6 rétti og máttum svo biðja um meira af hverju sem við vildum, vorum með spald á borðinu okkar og ef við létum grænu hliðina snúa upp, þá komu þeir með meira kjöt en ef sú rauða snéri upp þá þýddi það að við værum góðir í bili.

Eftir að hafa greitt álíka upphæð og kostar að fara út að borða í Perlunni fyrir þessa máltíð skruppum við svo á nokkra staði og svo var það rétt fyrir utan heimili okkar að eldri maður vatt sér upp að Sigurjóni og sprautaði hann í augun með þessum líka piparúðanum að greyjið drengurinn lá kylliflatur í götunni og Atli hljóp eftir vatni. Þar lá strákurinn í góðan tíma og velti sér upp úr malbikinu ásamt því að sturta vatni yfir sig, eh ungverjar sem voru nálægt hringdu svo á sjúkrabíl en eftir að Atli var búinn að smitast líka af gasinu og var hættur að sjá neitt þá ákváðum við að labba bara heim og koma þeim í bað. Svo ég labbaði þarna með tvo grenjandi karlmenn upp á arminn þessa metra sem eftir voru heim og hefur sjúkrabíllinn því líklega gripið í tómt þegar hann loks kom. Eftir gott hálftíma andlitsbað skelltu þeir drengir sér í háttinn, Atli var þá farinn að sjá aðeins en Sigurjón var enn staurblindur og stokkbólginn í framan. Maðurinn sem fékk nú aldeilis að kynnast svona úðum í lögregluskólanum vildi meina að þetta væri eitthvað mikið sterkara, líklega svokallaður bjarnarúði!

En amk eh til að blogga um og við eigum góðar myndir af þeim félögum að þerra tárin, vonandi svo að þeir sjái eh á morgun, ég nenni ómögulega að vera blindrahundurinn þeirra það sem eftir lifir ferðarinnar.

En annars er það helst í fréttum að efnahagur Ungverja og þar með Forintínan er að hrynja okkur til mikillar ánægju og er gengið nú óðum að nálgast það sama og það var þegar við komum hingað svo hér er allt orðið ódýrt á ný.

 Kveðjur frá blindum hryðjuverkamönnum í Buda

 Pétur F.


Þá er loksins látið eftir pressunni um að blogga.

n652280521_1409054_3594

 

 

 

 Núna er víst komið að því að maður skrifi eitthvað hér, ég meina það er búið að leggja þvílíka pressuna á mig síðastlíðnu daga og er því komin tími til að skrifa um eitthvað gáfulegt.

hvar er betra en að byrja á því að skrifa eitthvað um líf okkar hér og ástand í búdapest.

Ég hef ekki hugmynd hvar ég ætti að byrja vegna þess að ég er búin að trassa þetta í það langan tíma að ég verð barasta að byrja á því fyrsta sem kemur upp, og því  er þá best að byrja að skrifa um elstu minninguna sem upp berst hér í mínum rykuga huga:

Prag:
Dagurinn fyrir prag byrjaði þannig að háskólinn okkar bauð upp á fimmtudagsdjamm (þ.e.a.s daginn fyrir prag ferðina) en áður en við komum að því skulum við ræða um liðið sem er hér og við höfum kynnst þá sérstaklega Balasz og kærustu hans Bogi. Byrjum á Balasz hann er svona gróflega myndarlegur dökkhærður strákur með stöðuga skeggrót (einn af þessu gæjum sem er alltaf með rót og stelpur líta á sem einhversskonar kyntákn) En allavegana Bogi(borið fram bógí) er unnusta hans og skulum við bara segja að ef hún skyldi henda sér í fegurðarsamkeppni á íslandi myndi hún taka þessu skessur og láta þær hlaupa til ömmu sinnar og spyrja afhverju þær fæddust svona ljótar þá miðað við Bogi, en allavegana nóg af því. Fljótlega kemur í ljós að Balasz er svona hrikaleg bytta eða það er að segja honum finnst gott að dreypa á guðaveigunum, ég hitti Balasz á fimmtudagskvlöldinu fyrir Prag ferðina er hann í góðu djammi með félögum sínum og býður mér saklausa íslendingun með sér í svona eins og eitt glas af skoti " you have to have one peter pál with us!" Nú skulum við fara út í það hvað Peter pál er, Peter pál er einhverskonar brennivín ungverja nema það er ekki búið að sía það jafn mikið og er eitthvað um 60% alkahól. Íslendingurinn Sigurjón ólmur að halda uppi drykkjarímynd Íslands sagði auðvitað um leið "of course my friend, as long as i can buy you one shot as well" Sigujrón fer með drengnum að barnum og við fáum þetta umtalaða skot og hristum það niður með viðheyrandi grettum og væli.( Skulum hafa það á hreinu að þegar þetta gerðist þá var íslenska hetjan ég búin með svona alla vegana 6 bjóra og var eilítið hífaður).

Péternum er skolað niður og ég býð samstundis upp á tvöfalt skot af jågermeister og skola því niður eins og frissa fríska á heitum sumar degi, þakka fyrir mig og held aftur inn á dansgólf þar sem Atli og Pétur eru að halda sig, dansandi af sér rassgatið. Stuttu seinna eftir að ég hef tekið eitt eða tvö spor tilkynni ég þeim það að það sé eitthvað rangt við þennan stað og allt snúist heldur hratt fyrir minn smekk. Þakka ég fyrir mig og kem mér út fyrir þennan tiltölulega góða skemmtistað og bið þennan forláta krúnurakaða dyravörð að hringja í leigubíl fyrir mig sem hann áttar sig ekki alveg á en eftir að ég er búin að taka ágætis látbragðleik sem myndi ekki láta 5 ára krakka í partý og kó hafa vafa um hvað ég væri að tala um. En á endanum kom þessi dýrindis taxi með glansandi gull merki á toppnum "taxi" félaginn settist upp í og sagði heldu þvoglulega heimilisfang sitt( sem ég var nýlega búin að læra segja á ungversku) Bíllinn lagði af stað, ég kom mér fyrir í afturætinu á þessari fínu skoda octaviu og bjóst við þessu fóna ferðalagi heim, ekki voru liðnar 2 minútur þegar bílstjórinn tilkynnir mér að við séu komnir fyrir utan heimili mitt og segir"3000 forints" sem er 1500 kr íslenskar(skulum hafa það á hreinu að þetta er fyrir kreppuna heima og venjulegt far í 20 min kostaði kannski 1500 forint) Eftir ágætis þras, þar sem ég var búin að reyna múta bílstjóranum með 500 forintínum og kinder eggi sem ég keypti fyrr í búð, sem gekk reyndar ekki eftir komust við um samkomulag um 1500 forintínum og fékk að halda kinder egginu. 

Að svo stöddu var peter pál og jagerinn byrjaðir að grípa heldur betur í mann(annars hefði ég aldrei talið að kinder egg væri gildur gjaldmiðill um allan heim), en sem betur var ég þarna staddur fyrir utan þessa okkar dýrindis íbúð okkar, og hugsa ég með mér "vá hvað strákarnir eru miklir asnar að vera ekki komnir heim af djamminu ég á svo eftir að vera tífalt ferskari daginn eftir" labba ég því upp stigann heima hjá mér hlæjandi með sjálfum mér. 

Meira man ég ekki af þessu kvöldi, nema það að ég vakna daginn eftir, vakinn klukkan 06:30 um morguninn og sagt af pétri"ætlaru ekki með til Prag!" Ég skal segja ykkur það þarna lág ég upp í rúmi ennþá perölvaður og af einhverjum ástæðum enn í öllum fötunum og með twix og þrjú kinder egg með mér í rúminu.

Ég stekk á fætur og hugsa með mér hvaða kjáni var að koma öllum þessum kinder eggjum uppi í rúm hjá mér, en um leið og ég stekk áfætur þá minnir líkaminn minn á það að ég hafi verið perölvaður daginn áður og það að ég hafi ekkert með það að gera að fara svona á fætur. Núna er það annað hvort að fara aftur upp í rúm eða barasta á klósettið og losa sig við veigar kvöldsins áður. Gulldrengurinn sem ég er hleypur að sjálfsögu inn á baðherbergi með æluna koma hálfa upp( en til að á fá skilning í hverju það felst þ.e.a.s að fara á baðherberið þá er það þannig að íbúðin er uppsett þannig að ég þarf að fara í gegnum annað herbergi til að komast að klósettinu þá í gegnum Atla herbergi) Atli sem er enn upp í rúmi horfir á mig og spyr eins og kjáni " hva er eitthvað að?" þarna hleyp ég fram hjá honum hann, hann útlítandi eins og belja á beit sem skilur ekki neitt(ekki frekar en beljur gera almennt) loks kemst ég inn á baðherbergið og þangað komin sé ég mér engan vegin fært að komast alla leið að klósettinu sjálfu og læt því vaða í baðkarið sjálft(ekki að það sé eitthvað verra). 

Svona hélt þetta áfram í einhvern tímann einu breytingarnar sem áttu sér stað voru þær að ég skipti á milli baðkars og vasksins og viti menn ég sá mér einu sinni fært að komast að klósettinu. Ekki það að mikið hafi verið eftir í maganum en það er hugurinn sem gildir. 

Eftir smá tíma var mér tilkynnt að allir væru nú tilbúnir og var því byrjað að ýta á eftir mér, svo við máttum nú ekki missa af rútinni til Prag. Fer ég því og finn mér tösku og treð í hana einni brók, 2 bolum og kindereggi og tilkynni þeim það að ég sé tilbúinn og sé aldeilis búin að vera það síðasliðið kortér(maður verður að halda í stoltið). 

Þegar út er komið kem ég með þá stórkostlegu hugmynd um það að taka leigubíl þar sem rútan bíður, en Atli og Pétur héldu nú ekki nú skyldi sko aldeilis nýtt sér samgöngukerfið, tekin er því einn sporvagn og þar á eftir einn strætó.

Þarna stend ég hvítari en mávaskítur hliðina á 100 ára gamalli konu, róna og huggulegri ungri stelpu í skólabúning bíðandi eftir strætó sem og kemur loksins eftir 10 mínútna bið. Um borð í strætóinum kemur upp þessi tilfinning hjá mér eins og allt sé að snúast í kringum mig og ég sé mér enga vegin fært að halda uppi þessu litla sem ég hafði ekki fórnað í baðkarið, upp kemur ælan og ég reyni að halda henni inni með að setja hendina á mér upp við munn, en sem betur fer eigum við örstutt í síðasta stopp en ég er ekki frá því að þegar ég reyndi að halda ælunni niðri að eitthvað hafi sprautast út um hliðarnar á grunlausann mann sem stóð þar í jakkafötum(eflaust á leið í starfsviðtal).

 Á síðasta stoppinu hleyp ég út og hendi mér inn í næsta runna og losa um það litla sem eftir var, meðan Atli klappar mér á bakið og róninn þar fyrir aftan mumblar og ráðleggur mismunandi aðferðir til að taka á þynnku.

 Ég vildi að ég gæti sagt það að þetta hefði verið endinn á þessari hryllingsferð sem var enn ekki komin á stað, en til að snerta á því sem gerðist seinna meir var að ég ældi auðvitað um borð í rútunni fékk einherskonar lyf sem ég sofnaði útfrá og vaknaði aftur 2 tímum seinna einungis til að til að uppgvötva að ég var lítið skárri með bráðnað kinder egg sem hafði nuddast út í alla peysuna og bolin og með þá tilkynningu að 5 tímar væru eftir af ferðinni.

Skulum láta þetta gott heita í bili, skal reyna láta ekki líða mánuð þangað til ég skrifa eitthvað meira.

 

Hilsen.
Sigurjón St. 

 

E.s myndin sem hér fylgir með er frá fyrsta stoppinu á leið til prag, þarna er maður með súkkilaði um allan líkama og þunnari en naglaþjöl og Atli afar kátur með þetta allt saman. 

 

 


Hrunið ógurlega!!

Eins og allir vita er allt búið að vera vitlaust heima, held nú bara að maður ætti að halda sig burtu frá þessu ástkæra skeri okkar. Nei, nei maður þarf víst að koma heim einn daginn og klára þetta nám þannig að við ákváðum að kaupa okkur miða til Berlínar þann 11. des nk og heim daginn eftir og þá lýkur þessu skemmtilega ævintýri okkar sem hingað til er nú búið að vera helvíti gott. Höfum kynnst fullt af frábæru fólki, Frökkum, sem bera nafn Sigurjóns þannig fram eins og hann sé með hommalegasta nafn ever! eða Sissííííí!! Ítalir sem tala ekki ítölsku heldur Napólítölsku, Spánverjar sem vita hver Eidur Gudjohnsen er, Portúgali, Finna, auðvitað Ungverja, svo að ógleymdum Þjóðverjunum en þeir eru nú skrautlegir með meiru og síðast en ekki síst Bandaríkjamönnum sem bera nafn mitt fram sem Aggli...líst ekki vel á það en maður sættir sig nú við það :)

Annars hefur nú ekki mikið gerst hjá okkur fyrir utan að við héldum að kreppan ætlaði að slátra okkur á tímabili en það komst nú nokkurnveginn í lag. Ferð til Póllands er nú næst á dagskrá í byrjun Nóvember, mamma og pabbi koma reyndar í millitíðinni og auðvitað Queen tónleikar líka (Pétur, eigum við ekki að fara að sækja miðana???)

Sigurjón hefur ekki enn fengist til að blogga, en okkur þykir það nú slappleiki með meiru og vil ég að systir hans haldi áfram að bögga hann á því!! Áfram Stefanía!

Skólinn gengur sinn vanagang og þegar við mættum í tíma á mánudaginn þá lét kennarinn okkar vita (hann er breskur btw) að hann stendur með okkur Íslendingunum gegn þessum Bretum :)

jæja gott frá mér í bili....

Atli...:) 


Loks í Austur Evrópu!

Við höfum síðan við komum hingað hlegið að þeim ungverjum (c.a. allir sem við höfum hitt) sem hafa haldið því fram að Ungverjaland sé ekki í Austur Evrópu heldur svokallað central europe eins og þeir kalla það.  Vissulega skal það viðurkennt að nánast allt við Budapest er mjög vestrænt, borgin er hrein, flott, hraðbankar á hverju horni og McDonalds og KFC þar á milli en samt höfðum við ekki alveg keypt það ennþá að borgin væri í central europe þó hún væri mjög vestræn.  Hinsvegar höfum við Atli sannfærst eftir Rúmeníuferðina okkar að Ungverjaland sé ekki í austur evrópu heldur mið evrópu!

 En við skelltum okkur í bráðskemmtilega og mjög athyglisverða ferð yfir landamærin til Rúmeníu, Sigurjón beilaði (eh sem bloggarar eru farnir að heyra oft) og kom ekki með, svo við fórum bara tveir á stórum Alfa Romeo 159 og gekk ferðin eins og í sögu þangað til komið var að landamærunum, þar tóku á móti okkur landamæraverðir sem höfðu nú aldeilis ekki heyrt minnst á EES samkomulagið og voru ekki alveg að taka okkur trúarlega um að Ísland hefði eh sérstakt samkomulag um að mega fara inn í evrópusambandríki eins og um EU íbúa væri að ræða. Hinsvegar eftir að þeir höfðu hringt í yfirmenn sína var okkur nú hleypt í gegn, okkur til mikillar ánægju, enda við frekar í seinni kantinum og ekki með miða á leik kvöldsins.

Fljótlega eftir að við höfðum farið yfir landamærin fórum við að mæta hestvögnum sem voru drifnir áfram á ýmist einu eða tveimur hestöflum og við tókum meirasegja framúr einum vagni sem var knúinn af asna! Svo fljótlega fór nú að koma í ljós að þessir vegir voru nú ekki hannaðir fyrir Alfa Romeo og næstu 100km eru nánast ólýsanlegir, ég hef nú keyrt ýmsar fjallaslóðir og þessir vegir eru svo langt um verri en Kjölur og aðrar sambærilegar leiðir heima, á köflum var vegurinn búinn til úr steinum og á öðrum köflum höfðu þeir malbikað eh klessur inn á milli steinanna og allt með þeim afleiðingum að mér leið eins og Páll Óskar væri í essinu sínu aftan á mér, svo oft rákum við bílinn niður :) og Atli hefur að eigin sögn aldrei heyrt mann blóta jafn mikið og oft og ónefndur ökumaður gerði á þessum tíma ;)

Hinsvegar eftir að við komumst í gegnum þennan veg og inn á eðlilegan Rúmenskan veg var landið hreint út sagt frábært og í stað hestvagna tóku við lödur og trabantar, en það sem kom okkur mest á óvart var að svona fimmti hver bíll var geðveikur Benz, BMV, Porshe eða jafnvel Ferrari! svo stéttaskiptingin gerist líklega ekki meiri en í Rúmeníu þar sem sumir aðilar hafa greinilega grætt á vestrænum peningum á meðan aðrir hugsa bara um að hafa ofaní sig og sína með sjálfsþurtarbúskap, en við sáum bæði belju og hænur í görðunum hjá fólki þarna. Þá vill Atli koma því á framfæri að allar gömlu konurnar voru eins klæddar með slæðu yfir höfðinu og gigt frá helvíti!

 Því næst tók fyrsti meistaradeildarleikur sem fram hefur farið í Cluj við og okkur til mikillar ánægju var eftirlitsmaður UEFA á leiknum frá Íslandi, hinsvegar var ólöglegt að selja áfengi í nágrenni við völlinn þar sem menn ætluðu nú aldeilis ekki að láta bresku bullurnar frá Chelsea eyðileggja fyrsta CL leikinn, en þegar Rúmenski bareigandinn heyrði að við værum frá Íslandi vildi hann allt fyrir okkur gera og færði okkur bjóra, en við urðum að drekka þá undir borðið sem og við gerðum.

Daginn eftir var haldið í skoðunarferð um borgina og smá verslunarferð og svo var bara farið heim á leið, enda yfir margar hossur að fara. Óhætt er að segja að Alfann hafi öðlast nýtt líf á hraðbrautinni og þar var hann í essinu sínu eftir að til Ungverjalands var komið, hinsvegar tókst ekki betur til við lagningu heima í myrkrinu en svo að við lögðum víst í fatlaðra stæði og fengum sekt fyrir það, merkingarnar hérna úti eru alls ekki á Íslenskan mælikvarða og sæmir varla lögfræðinemum að borga sekt fyrir að leggja í þetta stæði þar sem fatlaðra merkið er yfir allt öðru stæði en okkur er sagt að það sé eins og að berja höfðinu við vegg að ræða við ungversk yfirvöld.

En annars af lífinu hér í Budapest, þá skörtum við allir nýjum og glæsilegum pungum, internetpungum en við gáfumst upp á að bíða eftir internetinu heim og græuðum það bara sjálfir. Hinsvegar höfum við verið í vandræðum með hitann á vatninu undafarið svo við erum farnir að stunda ísböð að hætti Gaua Þórðar reglulega! Þá hefur leigan bara hækkað um svona 25% síðan við komum út, þökk sé hinni feikisterku krónu. Það versta við þetta allst saman er að fyrstu helgina sem við vorum hér úti hittum við þýskan hagfræðinema sem sagði við okkur að við værum fokked, okkar land væri í bullinu, við skulduðum allt of mikið og eignirnar væru að hrinja í verði, þá kunni hann nöfnin á öllum bönkunum og sagði að Glitnir og Kaupfling (eins og hann segir það) væru á leiðinni í gjaldþrot, nú er Glitnir farinn og maður bara bíður og vonar það besta hvað annað varðar.

En Sigurjón og Atli eru held ég að hætta við að fara til Tælands eða USA eftir námið hér, þökk sé krónunni og ég er farinn að efast um að maður geti tekið helgi í London á heimleiðinni ef pundið ætlar að vera í 200kallinum. Við erum amk ekki lengur ríku gæjarnir í Budapest.

með kveðju

Pétur F.

 


CFR Cluj vs. Chelsea og Drakúla

Enn og aftur verður maður að hlaupa í skarðið fyrir hann Sigurjón.

En ekki mikið hefur gerst hjá okkur undanfarna daga, nema á fimmtudaginn fórum við í stórt partý sem Cesar vinur okkar var að halda ásamt 4 eða 5 sambýlisfólki sínu, risa íbúð sem í raun leit bara út eins og klúbbur, maður labbaði úr öðru herbergi í annað :)

En stærstu fréttirnar eru líklega þær að ég og Pétur tókum stórákvörðun í dag þegar við sátum á "barnum okkar" sem hefur frítt internet og sýnir fótbolta og býður uppá máltíðir sem kosta lítið meira en 200 kall :) ekki ónýtt það. En aftur að fréttunum, við ákváðum það að fara til Rúmeníu til að sjá  CFR Cluj vs. Chelsea! búnir að bóka Hostel og bíl :) eina sem okkur vantar eru miðar á leikinn en við höfum nú minnstar áhyggjur af því :)

Eftir tvær vikur förum við svo með skólanum til Kraká í Póllandi, urðum að hætta við Octoberfest vegna þess að við gátum ekki fengið þá gistingu sem við gerðum ráð fyrir, þannig að við urðum að finna eitthvað gott í staðinn og held ég að fara til Rúmeníu verði helvíti gaman :) en þess má geta að þessi borg, Cluj er í Transilvaníu! úúúúúú! kannski komum við til baka sem vampírur! reyndar er ég farinn að halda að við séum hálfpartinn vampírur, því að það er ekki algengt að við sjáumst í dagsljósi þessa daganna en það verður nú vonandi bætt úr því :)

Höres,

Búdda! 


Update

Jæja, Sigurjón hefur ekki enn fengist til að henda niður einni færslu og þar sem fólk er nú farið að bíða eftir því að heyra frá okkur þá verður bara einhver að henda inn færslu.

Það sem hefur gengið á síðan Pétur skrifaði er nú aðallega það að við fórum til Prag í helgarferð með skólanum en þetta var allt saman fólk sem er hérna í skiptinámi. Ferðin var fín nema fyrir utan 7-8 tíma í rútu hvora leið, það var ekki alveg að gera sig fyrir suma, en ég tók þann pól í hæðina að sofa alla leiðina til Prag og var það helvíti gott.

Skólinn byrjaði svo á "fullu" á mánudaginn, en þá fórum við eeeeeldsnemma í skólann og vá hvað það var erfitt því að tíminn byrjaði klukkan 4!! full snemmt fyrir okkur Íslendingana :) en kennarinn sem er að kenna okkur þennan áfanga er Breti og vá hvað þessi maður er fyndinn!! svartur og kaldhæðinn húmor alveg eins og okkur líkar best við! og vorum við þrír íslendingarnir grenjandi úr hlátri á meðan maður heyrði smá hlátur í hinum nemendunum og líkaði honum mjög vel við það hversu mikið við hlógum að bröndurunum hans :) enda er ísland best í heimi!!

Þriðjudagurinn var sami pakkinn, skóli klukkan 16:30...mjöööög erfitt að mæta í þann tíma..að þurfa að vakna fyrir allar aldir er ekki hægt dag eftir dag!! Pétur kallinn komst ekki í þá tíma því að loksins var taskan hans fundin og hann fór útá flugvöll til að ná í hana, hann tók lestina þangað en það er nú ekki frásögufærandi nema hvað að hann sofnaði í lestinni og missti að stoppinu sínu og fór einhverja 60km lengra en hann átti að fara! já skondið nokk :)

og svo er enginn skóli hjá okkur í dag, tíminn í gær féll niður og var það nice og við erum semsagt ekki í skólanum á fimmtudögum og föstudögum! alveg eins og það á alltaf að vera!

gott í bili...kveðja,

Búddafarar!

 


Og námið heldur áfram

Skelli hérna inn smá uppfærslu á lífinu í Ungverjalandi en það er komið að Sigurjóni að blogga næstu stóru færslu.

En netið sem við höfðum fyrstu dagana í íbúðinni hefur ekki virkað undanfarið, líklegt að nágranninn sé í fríi og það þurfi að endurræsa routerinn eða eh. Okkar net er væntanlegt í lok vikunnar (sem þýðir líklega eftir 2-3 vikur) og lofum við örari færslum þá.

En við erum allir á lífi ennþá og búnir að upplifa ýmislegt. Erum dottnir í nokkursskonar partýhóp með fjórum frökkum og einni Belgískri. Þá fengum við tvo hressa Breta í partý til okkar á laugardaginn. Þá hittum við á pöbb á fimmtudeginum og þeir ætluðu að halda áfram interrailruntinum sínum á föstudeginum en við sannfærðum þá um að vera helgina í borginni. Þeir ætla svo að taka okkur í túr um London við tækifæri.

Hitinn undanfarið hefur verið óbærilegur og höfum við gripið til þess ráðs að reyna að sofa sem mest yfir daginn og vaka þeim mun meira á nóttunni en eftir að hitinn hafði farið í 37° á sunnudeginum lækkaði hann með grenjandi rigningu og þrumum og eldingum þá um kvöldið. Nú er hitastigið orðið mun bærilegra fyrir Íslendinga eða þetta 20 - 25°.

Í gær fórum við Atli í túr með ERASMUS nemum yfir til Esztergom sem er bær á landamærum Ungverjalands og Slóvakíu. Eftir að hafa prílað fleiri kílómetra upp hringstiga til að sjá allan andskotan röltum við yfir Dóná og yfir til Slóvakíu og fengum okkur þessa líka úrvals önd ásamt tilheyrandi drykkjum fyrir minna verð en subway kostar heima.

Um helgina er svo stefnan tekin til Prag með öðrum Erasmus nemum.

 Kveðjum í bili en Sigurjón lofar krassandi færslu fljótlega
Pétur F.


Hvar er falda myndavélin?

Ég er farinn að halda að mér sé ekki ætlað að komast til Búdapest. Byrjaði mitt ferðalag á að fara með Iceland Express til Köben á föstudaginn, ætlaði að fljúga beint frá Egilsstöðum upphaflega en þeir canceluðu því svo ég breytti í beint frá Akureyri. Svo var ekki flogið innanlands á föstudaginn svo ég fékk í kaupbæti í beina fluginu millilendingu í Keflavík þar sem beðið var eh hluta vegna í 45 mínútur og svo loks haldið af stað með nýrri áhöfn til Köben. Þegar þangað var komið skilaði taskan mín með skólabókum, fötum og öðrum nauðsynjum sem ég hafði ætlað að hafa með mér til Búdapest sér ekki og hefur ekkert spurst til hennar síðan þrátt fyrir fögur fyrirheit starfsmanna á Kastrup. Er búinn að fljúga ótalsinnum og aldrei lent í neinum vandræðum svo það hefur líklega verið kominn tími á mann :)

En svo tók nú við fjandi góð helgi í Köben þar sem mikið var drukkið og djammað. Hitti Stefán Smára á laugardagskvöldinu, hann var edrú og sagði mér það að hann væri hættur að drekka út þetta ár (lesist, var blindfullur og ég stórefa að hann hafi vaknað í flugið sitt morguninn eftir). Á sunnudeginum fórum við 6 austfirðingar saman á Bröndby - FCK sem var alveg að gera sig fyrir utan spilamennsku Bröndby í fyrri hálfleik þar sem Stebbi lék svo illa að mér er til efs að hann kæmist í KFF með slíkri frammistöðu.

Svo í morgun hélt ég farangurslaus til Malmö til að fljúga til Budapest, en flugið átti að fara kl 11:20 en þegar þangað var komið var mér tjáð að fluginu hefði verið frestað og ekki bara frestað heldur FRESTAÐ því það er núna áætluð brottför kl hálf3 í nótt eða 15 tímum seinna en fyrirhugað var. Ekki er allt þó alslæmt þar sem núna þakka ég Sigurjóni fyrir að plata mann til að fá sér platium kort með priority passa inn á VIPin á flugvöllum. Hér sit ég í góðu yfirlæti með nánast einkaþjón og veitingar, net ofl þægilegt.

Þá brá ég mér einnig í bæjarferð til Malmö þar sem ég varð að kaupa mér síma þar sem hleðslutækið mitt var í ferðatöskunni og ekki nokkur maður í Köben eða Malmö virðist eiga gamla nokia hleðslutækið lengur. Þessi slæma ára sem hefur fylgt mér í ferðalaginu virðist vera smitandi því þegar ég stóð við biðstöðina niðrí miðbæ að bíða eftir flybusinum heyri ég sprenginu í eldgamalli SAAB druslu sem var stödd beint fyrir framan mig úti á stórum gatnamótum. Það rauk upp úr húddinu og vatn frussaðist undan bílnum sem var þarna stopp á miðjum gatnamótunum og alveg bjargarlaus. Þar sem þessir Svíar voru ekki að gera sig líklega til að aðstoða greyið strákinn kom náttúrulega Íslendingurinn upp í mér og ég rauk út á gatnamót og saman ýttum við druslunni þvert yfir gatnamótin og út af veginum.

En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra, ætla að fara að eyða þessum úttektarmiðum sem maður fékk frá flugfélaginu í skaðabætur. Vonandi að þetta fari að ganga betur og ég endi í Búdapest á endanum en af þeim Sigurjóni og Atla er það að frétta að þeir eru komnir í íbúðina, þar er víst allt í himnalagi, internetið virkt og íbúðin á frábærum stað. Helsti gallinn er víst að þeir eru farnir að þurfa að ganga um með smekk þar sem þeir halda ekki vatni yfir kvennfólkinu þarna úti.

 Kveðjur úr VIPinu á Sturup flugvelli

Pétur F.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband