Loks í Austur Evrópu!

Við höfum síðan við komum hingað hlegið að þeim ungverjum (c.a. allir sem við höfum hitt) sem hafa haldið því fram að Ungverjaland sé ekki í Austur Evrópu heldur svokallað central europe eins og þeir kalla það.  Vissulega skal það viðurkennt að nánast allt við Budapest er mjög vestrænt, borgin er hrein, flott, hraðbankar á hverju horni og McDonalds og KFC þar á milli en samt höfðum við ekki alveg keypt það ennþá að borgin væri í central europe þó hún væri mjög vestræn.  Hinsvegar höfum við Atli sannfærst eftir Rúmeníuferðina okkar að Ungverjaland sé ekki í austur evrópu heldur mið evrópu!

 En við skelltum okkur í bráðskemmtilega og mjög athyglisverða ferð yfir landamærin til Rúmeníu, Sigurjón beilaði (eh sem bloggarar eru farnir að heyra oft) og kom ekki með, svo við fórum bara tveir á stórum Alfa Romeo 159 og gekk ferðin eins og í sögu þangað til komið var að landamærunum, þar tóku á móti okkur landamæraverðir sem höfðu nú aldeilis ekki heyrt minnst á EES samkomulagið og voru ekki alveg að taka okkur trúarlega um að Ísland hefði eh sérstakt samkomulag um að mega fara inn í evrópusambandríki eins og um EU íbúa væri að ræða. Hinsvegar eftir að þeir höfðu hringt í yfirmenn sína var okkur nú hleypt í gegn, okkur til mikillar ánægju, enda við frekar í seinni kantinum og ekki með miða á leik kvöldsins.

Fljótlega eftir að við höfðum farið yfir landamærin fórum við að mæta hestvögnum sem voru drifnir áfram á ýmist einu eða tveimur hestöflum og við tókum meirasegja framúr einum vagni sem var knúinn af asna! Svo fljótlega fór nú að koma í ljós að þessir vegir voru nú ekki hannaðir fyrir Alfa Romeo og næstu 100km eru nánast ólýsanlegir, ég hef nú keyrt ýmsar fjallaslóðir og þessir vegir eru svo langt um verri en Kjölur og aðrar sambærilegar leiðir heima, á köflum var vegurinn búinn til úr steinum og á öðrum köflum höfðu þeir malbikað eh klessur inn á milli steinanna og allt með þeim afleiðingum að mér leið eins og Páll Óskar væri í essinu sínu aftan á mér, svo oft rákum við bílinn niður :) og Atli hefur að eigin sögn aldrei heyrt mann blóta jafn mikið og oft og ónefndur ökumaður gerði á þessum tíma ;)

Hinsvegar eftir að við komumst í gegnum þennan veg og inn á eðlilegan Rúmenskan veg var landið hreint út sagt frábært og í stað hestvagna tóku við lödur og trabantar, en það sem kom okkur mest á óvart var að svona fimmti hver bíll var geðveikur Benz, BMV, Porshe eða jafnvel Ferrari! svo stéttaskiptingin gerist líklega ekki meiri en í Rúmeníu þar sem sumir aðilar hafa greinilega grætt á vestrænum peningum á meðan aðrir hugsa bara um að hafa ofaní sig og sína með sjálfsþurtarbúskap, en við sáum bæði belju og hænur í görðunum hjá fólki þarna. Þá vill Atli koma því á framfæri að allar gömlu konurnar voru eins klæddar með slæðu yfir höfðinu og gigt frá helvíti!

 Því næst tók fyrsti meistaradeildarleikur sem fram hefur farið í Cluj við og okkur til mikillar ánægju var eftirlitsmaður UEFA á leiknum frá Íslandi, hinsvegar var ólöglegt að selja áfengi í nágrenni við völlinn þar sem menn ætluðu nú aldeilis ekki að láta bresku bullurnar frá Chelsea eyðileggja fyrsta CL leikinn, en þegar Rúmenski bareigandinn heyrði að við værum frá Íslandi vildi hann allt fyrir okkur gera og færði okkur bjóra, en við urðum að drekka þá undir borðið sem og við gerðum.

Daginn eftir var haldið í skoðunarferð um borgina og smá verslunarferð og svo var bara farið heim á leið, enda yfir margar hossur að fara. Óhætt er að segja að Alfann hafi öðlast nýtt líf á hraðbrautinni og þar var hann í essinu sínu eftir að til Ungverjalands var komið, hinsvegar tókst ekki betur til við lagningu heima í myrkrinu en svo að við lögðum víst í fatlaðra stæði og fengum sekt fyrir það, merkingarnar hérna úti eru alls ekki á Íslenskan mælikvarða og sæmir varla lögfræðinemum að borga sekt fyrir að leggja í þetta stæði þar sem fatlaðra merkið er yfir allt öðru stæði en okkur er sagt að það sé eins og að berja höfðinu við vegg að ræða við ungversk yfirvöld.

En annars af lífinu hér í Budapest, þá skörtum við allir nýjum og glæsilegum pungum, internetpungum en við gáfumst upp á að bíða eftir internetinu heim og græuðum það bara sjálfir. Hinsvegar höfum við verið í vandræðum með hitann á vatninu undafarið svo við erum farnir að stunda ísböð að hætti Gaua Þórðar reglulega! Þá hefur leigan bara hækkað um svona 25% síðan við komum út, þökk sé hinni feikisterku krónu. Það versta við þetta allst saman er að fyrstu helgina sem við vorum hér úti hittum við þýskan hagfræðinema sem sagði við okkur að við værum fokked, okkar land væri í bullinu, við skulduðum allt of mikið og eignirnar væru að hrinja í verði, þá kunni hann nöfnin á öllum bönkunum og sagði að Glitnir og Kaupfling (eins og hann segir það) væru á leiðinni í gjaldþrot, nú er Glitnir farinn og maður bara bíður og vonar það besta hvað annað varðar.

En Sigurjón og Atli eru held ég að hætta við að fara til Tælands eða USA eftir námið hér, þökk sé krónunni og ég er farinn að efast um að maður geti tekið helgi í London á heimleiðinni ef pundið ætlar að vera í 200kallinum. Við erum amk ekki lengur ríku gæjarnir í Budapest.

með kveðju

Pétur F.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju eruði ekki búnir að redda þessum þýska hagfræðigæja stöðu í "björgunarstjórn" Íslands?

Árni Þór (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 18:53

2 identicon

Bauð honum það í dag Árni, hann afþakkaði og sagði það vera allt of seint, við værum sökkvandi skip sem hann hefði engan áhuga á að koma nálægt.

 Og btw þegar við komum á pöbbinn í kvöld sem allt erasmusliðið hittist á á mánudögum, þá heyrðist " hér koma fátæku gæjarnir" en fyrst þegar við komum þá vorum við þekktir sem ríku gaurarnir.

 Fjandans Bjarni Ármanns, Sigurður Einars, Hannes Smára og Jón Ásgeir!

Pétur F. (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 02:05

3 identicon

hahaha... fátæklingar :D

Árni Þór (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 11:57

4 identicon

Hahaha góð saga.

Því fór Sigurjón ekki með? Er hann eitthvað að eiga við hitt kynið?

En varðandi gengið, þá voru við öll hérna í Kína látin borga leiguna fyrirfram í einni greiðslu, ásamt því að leggja fram tryggingu sem samsvarar einum mánuði í leigu og fáum greitt í lok samningstímans. Besta fjárfesting sem maður hefur gert síðustu mánuði

Snorri K (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 08:13

5 identicon

Sælir piltar

Ég bý hérna í Vallarkoti 1. með frönskum skiptinemum gera ekki annað en að reikna út á hverjum degi hvað ráðstöfunartekjunnar þeirra hafa hækkað síðan þær komu í síðasta mánuði!!! Ein reyndar gerir nú svolítið meira en að reikna. Hún tekur að sér að hugga íslenskan karlpening á svæðinu með því að hafa ofan af þeim og/eða ofan/aftan/framan á þeim á nóttunni. Mjög svo hugulsöm stúlkukind og alveg einstaklega mannelsk, þó er hún ekki alveg orðin húsvön ennþá miðað við umgegni.

Sigurjón, þú ert að missa af miklu

Bið að heilsa ykkur

kv. Finnbogi Vikar

Finnbogi Vikar (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 01:00

6 identicon

Finnbogi minn, ég bara neita að trúa því að þú sért ekki búinn að kenna þeirri frönsku hvernig sjóarar stunda kynlíf!

Annars þá greiddum við líka tveggja mánaða leigu í fyrirframgreiðslu sem við fáum aftur í lok leigutímans og það lítur út fyrir að vera okkar besta fjárfesting til þessa.

Þessi króna okkar er orðin hálfhlæileg og ef ríkið er að taka yfir Kaupþing eins og allt lítur út fyrir held ég að okkur sé betur borgið sem götusóparar í Köben en lögfræðingar á klakanumn næstu 10 árin

Pétur F. (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 03:39

7 identicon

Huginn var að kaupa sér ljótasta stól sem ég hef séð á ævinni! :) og hann sagði mér að þú hefðir farið í sleik við gæja sem heitir Flosi! :S hvað er það? hahah...

Árni Þór (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband