Hrunið ógurlega!!

Eins og allir vita er allt búið að vera vitlaust heima, held nú bara að maður ætti að halda sig burtu frá þessu ástkæra skeri okkar. Nei, nei maður þarf víst að koma heim einn daginn og klára þetta nám þannig að við ákváðum að kaupa okkur miða til Berlínar þann 11. des nk og heim daginn eftir og þá lýkur þessu skemmtilega ævintýri okkar sem hingað til er nú búið að vera helvíti gott. Höfum kynnst fullt af frábæru fólki, Frökkum, sem bera nafn Sigurjóns þannig fram eins og hann sé með hommalegasta nafn ever! eða Sissííííí!! Ítalir sem tala ekki ítölsku heldur Napólítölsku, Spánverjar sem vita hver Eidur Gudjohnsen er, Portúgali, Finna, auðvitað Ungverja, svo að ógleymdum Þjóðverjunum en þeir eru nú skrautlegir með meiru og síðast en ekki síst Bandaríkjamönnum sem bera nafn mitt fram sem Aggli...líst ekki vel á það en maður sættir sig nú við það :)

Annars hefur nú ekki mikið gerst hjá okkur fyrir utan að við héldum að kreppan ætlaði að slátra okkur á tímabili en það komst nú nokkurnveginn í lag. Ferð til Póllands er nú næst á dagskrá í byrjun Nóvember, mamma og pabbi koma reyndar í millitíðinni og auðvitað Queen tónleikar líka (Pétur, eigum við ekki að fara að sækja miðana???)

Sigurjón hefur ekki enn fengist til að blogga, en okkur þykir það nú slappleiki með meiru og vil ég að systir hans haldi áfram að bögga hann á því!! Áfram Stefanía!

Skólinn gengur sinn vanagang og þegar við mættum í tíma á mánudaginn þá lét kennarinn okkar vita (hann er breskur btw) að hann stendur með okkur Íslendingunum gegn þessum Bretum :)

jæja gott frá mér í bili....

Atli...:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott blogg hjá þér Atli loksins að eitthvað með vita ratar inná þessa blessuðu síðu sem hefur nú ekki verið notuð sem skildi hingað til. Ég er gjörsamlega alveg hætt að gera mér vonir að Sigurjón skrifi inn einhverjar línur. Það væri þá helst ef hann væri að koma heim af fillerí að hann myndi skrifa eitthvað sem ég hélt að gerðist nú æði oft þarna hjá ykkur.

Annars bestu kveðjur úr kreppunni á Íslandi það er vonandi að viðskiptalögfræðingar framtíðarinnar hafi lært eitthvað af þessu bulli

Stefanía (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:18

2 identicon

Ég er farinn að halda að Sigurjón hafi aldrei séð tölvu áður! Eitthvað meira en kreppa í gangi þarna fyrir norðan! Það verður vængefið djamm þegar þið komið aftur strákar! :)

Árni Þór (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:26

3 identicon

Sigurjón hefur bara því miður tekið að sér hlutverk handrits rithöfundar fyrir Neighbours og á í fullu fangi með að sinna því hlutverki.

Annars vil ég koma því á framfæri að Bjarni Ármanns,Bjöggi, Jói og co sem eru búnir að rústa ímynd okkar eru velkomnir í heimsókn, við þurfum að fara að nota kökukeflið okkar!

Pétur F. (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband