Þá er loksins látið eftir pressunni um að blogga.

n652280521_1409054_3594

 

 

 

 Núna er víst komið að því að maður skrifi eitthvað hér, ég meina það er búið að leggja þvílíka pressuna á mig síðastlíðnu daga og er því komin tími til að skrifa um eitthvað gáfulegt.

hvar er betra en að byrja á því að skrifa eitthvað um líf okkar hér og ástand í búdapest.

Ég hef ekki hugmynd hvar ég ætti að byrja vegna þess að ég er búin að trassa þetta í það langan tíma að ég verð barasta að byrja á því fyrsta sem kemur upp, og því  er þá best að byrja að skrifa um elstu minninguna sem upp berst hér í mínum rykuga huga:

Prag:
Dagurinn fyrir prag byrjaði þannig að háskólinn okkar bauð upp á fimmtudagsdjamm (þ.e.a.s daginn fyrir prag ferðina) en áður en við komum að því skulum við ræða um liðið sem er hér og við höfum kynnst þá sérstaklega Balasz og kærustu hans Bogi. Byrjum á Balasz hann er svona gróflega myndarlegur dökkhærður strákur með stöðuga skeggrót (einn af þessu gæjum sem er alltaf með rót og stelpur líta á sem einhversskonar kyntákn) En allavegana Bogi(borið fram bógí) er unnusta hans og skulum við bara segja að ef hún skyldi henda sér í fegurðarsamkeppni á íslandi myndi hún taka þessu skessur og láta þær hlaupa til ömmu sinnar og spyrja afhverju þær fæddust svona ljótar þá miðað við Bogi, en allavegana nóg af því. Fljótlega kemur í ljós að Balasz er svona hrikaleg bytta eða það er að segja honum finnst gott að dreypa á guðaveigunum, ég hitti Balasz á fimmtudagskvlöldinu fyrir Prag ferðina er hann í góðu djammi með félögum sínum og býður mér saklausa íslendingun með sér í svona eins og eitt glas af skoti " you have to have one peter pál with us!" Nú skulum við fara út í það hvað Peter pál er, Peter pál er einhverskonar brennivín ungverja nema það er ekki búið að sía það jafn mikið og er eitthvað um 60% alkahól. Íslendingurinn Sigurjón ólmur að halda uppi drykkjarímynd Íslands sagði auðvitað um leið "of course my friend, as long as i can buy you one shot as well" Sigujrón fer með drengnum að barnum og við fáum þetta umtalaða skot og hristum það niður með viðheyrandi grettum og væli.( Skulum hafa það á hreinu að þegar þetta gerðist þá var íslenska hetjan ég búin með svona alla vegana 6 bjóra og var eilítið hífaður).

Péternum er skolað niður og ég býð samstundis upp á tvöfalt skot af jågermeister og skola því niður eins og frissa fríska á heitum sumar degi, þakka fyrir mig og held aftur inn á dansgólf þar sem Atli og Pétur eru að halda sig, dansandi af sér rassgatið. Stuttu seinna eftir að ég hef tekið eitt eða tvö spor tilkynni ég þeim það að það sé eitthvað rangt við þennan stað og allt snúist heldur hratt fyrir minn smekk. Þakka ég fyrir mig og kem mér út fyrir þennan tiltölulega góða skemmtistað og bið þennan forláta krúnurakaða dyravörð að hringja í leigubíl fyrir mig sem hann áttar sig ekki alveg á en eftir að ég er búin að taka ágætis látbragðleik sem myndi ekki láta 5 ára krakka í partý og kó hafa vafa um hvað ég væri að tala um. En á endanum kom þessi dýrindis taxi með glansandi gull merki á toppnum "taxi" félaginn settist upp í og sagði heldu þvoglulega heimilisfang sitt( sem ég var nýlega búin að læra segja á ungversku) Bíllinn lagði af stað, ég kom mér fyrir í afturætinu á þessari fínu skoda octaviu og bjóst við þessu fóna ferðalagi heim, ekki voru liðnar 2 minútur þegar bílstjórinn tilkynnir mér að við séu komnir fyrir utan heimili mitt og segir"3000 forints" sem er 1500 kr íslenskar(skulum hafa það á hreinu að þetta er fyrir kreppuna heima og venjulegt far í 20 min kostaði kannski 1500 forint) Eftir ágætis þras, þar sem ég var búin að reyna múta bílstjóranum með 500 forintínum og kinder eggi sem ég keypti fyrr í búð, sem gekk reyndar ekki eftir komust við um samkomulag um 1500 forintínum og fékk að halda kinder egginu. 

Að svo stöddu var peter pál og jagerinn byrjaðir að grípa heldur betur í mann(annars hefði ég aldrei talið að kinder egg væri gildur gjaldmiðill um allan heim), en sem betur var ég þarna staddur fyrir utan þessa okkar dýrindis íbúð okkar, og hugsa ég með mér "vá hvað strákarnir eru miklir asnar að vera ekki komnir heim af djamminu ég á svo eftir að vera tífalt ferskari daginn eftir" labba ég því upp stigann heima hjá mér hlæjandi með sjálfum mér. 

Meira man ég ekki af þessu kvöldi, nema það að ég vakna daginn eftir, vakinn klukkan 06:30 um morguninn og sagt af pétri"ætlaru ekki með til Prag!" Ég skal segja ykkur það þarna lág ég upp í rúmi ennþá perölvaður og af einhverjum ástæðum enn í öllum fötunum og með twix og þrjú kinder egg með mér í rúminu.

Ég stekk á fætur og hugsa með mér hvaða kjáni var að koma öllum þessum kinder eggjum uppi í rúm hjá mér, en um leið og ég stekk áfætur þá minnir líkaminn minn á það að ég hafi verið perölvaður daginn áður og það að ég hafi ekkert með það að gera að fara svona á fætur. Núna er það annað hvort að fara aftur upp í rúm eða barasta á klósettið og losa sig við veigar kvöldsins áður. Gulldrengurinn sem ég er hleypur að sjálfsögu inn á baðherbergi með æluna koma hálfa upp( en til að á fá skilning í hverju það felst þ.e.a.s að fara á baðherberið þá er það þannig að íbúðin er uppsett þannig að ég þarf að fara í gegnum annað herbergi til að komast að klósettinu þá í gegnum Atla herbergi) Atli sem er enn upp í rúmi horfir á mig og spyr eins og kjáni " hva er eitthvað að?" þarna hleyp ég fram hjá honum hann, hann útlítandi eins og belja á beit sem skilur ekki neitt(ekki frekar en beljur gera almennt) loks kemst ég inn á baðherbergið og þangað komin sé ég mér engan vegin fært að komast alla leið að klósettinu sjálfu og læt því vaða í baðkarið sjálft(ekki að það sé eitthvað verra). 

Svona hélt þetta áfram í einhvern tímann einu breytingarnar sem áttu sér stað voru þær að ég skipti á milli baðkars og vasksins og viti menn ég sá mér einu sinni fært að komast að klósettinu. Ekki það að mikið hafi verið eftir í maganum en það er hugurinn sem gildir. 

Eftir smá tíma var mér tilkynnt að allir væru nú tilbúnir og var því byrjað að ýta á eftir mér, svo við máttum nú ekki missa af rútinni til Prag. Fer ég því og finn mér tösku og treð í hana einni brók, 2 bolum og kindereggi og tilkynni þeim það að ég sé tilbúinn og sé aldeilis búin að vera það síðasliðið kortér(maður verður að halda í stoltið). 

Þegar út er komið kem ég með þá stórkostlegu hugmynd um það að taka leigubíl þar sem rútan bíður, en Atli og Pétur héldu nú ekki nú skyldi sko aldeilis nýtt sér samgöngukerfið, tekin er því einn sporvagn og þar á eftir einn strætó.

Þarna stend ég hvítari en mávaskítur hliðina á 100 ára gamalli konu, róna og huggulegri ungri stelpu í skólabúning bíðandi eftir strætó sem og kemur loksins eftir 10 mínútna bið. Um borð í strætóinum kemur upp þessi tilfinning hjá mér eins og allt sé að snúast í kringum mig og ég sé mér enga vegin fært að halda uppi þessu litla sem ég hafði ekki fórnað í baðkarið, upp kemur ælan og ég reyni að halda henni inni með að setja hendina á mér upp við munn, en sem betur fer eigum við örstutt í síðasta stopp en ég er ekki frá því að þegar ég reyndi að halda ælunni niðri að eitthvað hafi sprautast út um hliðarnar á grunlausann mann sem stóð þar í jakkafötum(eflaust á leið í starfsviðtal).

 Á síðasta stoppinu hleyp ég út og hendi mér inn í næsta runna og losa um það litla sem eftir var, meðan Atli klappar mér á bakið og róninn þar fyrir aftan mumblar og ráðleggur mismunandi aðferðir til að taka á þynnku.

 Ég vildi að ég gæti sagt það að þetta hefði verið endinn á þessari hryllingsferð sem var enn ekki komin á stað, en til að snerta á því sem gerðist seinna meir var að ég ældi auðvitað um borð í rútunni fékk einherskonar lyf sem ég sofnaði útfrá og vaknaði aftur 2 tímum seinna einungis til að til að uppgvötva að ég var lítið skárri með bráðnað kinder egg sem hafði nuddast út í alla peysuna og bolin og með þá tilkynningu að 5 tímar væru eftir af ferðinni.

Skulum láta þetta gott heita í bili, skal reyna láta ekki líða mánuð þangað til ég skrifa eitthvað meira.

 

Hilsen.
Sigurjón St. 

 

E.s myndin sem hér fylgir með er frá fyrsta stoppinu á leið til prag, þarna er maður með súkkilaði um allan líkama og þunnari en naglaþjöl og Atli afar kátur með þetta allt saman. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég opnaði síðuna og viti menn um leið og ég tók pressuna af þér þá léstu vaða á alveg glimmrandi blogg. Fannst það reyndar svona frekar ógeðslegt á tímabili en ég lét það vaða að lesa í gegnum það. Ég ætlaði mér að fara út í búð og kaupa mér einhvern hádegismat það munaði engu að ég missti matarlystina.

Ég treysti á annað blogg mjög mjög fljótlega hvort heldur sem er frá Sigurjóni, Atla eða Pétri bara að blogg.

Stefanía (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 12:11

2 identicon

hehehehe... þú ert alveg með þetta! Ánægður með að það sé einhver að halda uppi drykkjuaðferðum íslendinga!

Árni Þór (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:00

3 identicon

Ég vissi að ég gæti ekki sleppt þér einum þarna út Sigurjón..

Ólöf Birna (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband