Update

Jæja, Sigurjón hefur ekki enn fengist til að henda niður einni færslu og þar sem fólk er nú farið að bíða eftir því að heyra frá okkur þá verður bara einhver að henda inn færslu.

Það sem hefur gengið á síðan Pétur skrifaði er nú aðallega það að við fórum til Prag í helgarferð með skólanum en þetta var allt saman fólk sem er hérna í skiptinámi. Ferðin var fín nema fyrir utan 7-8 tíma í rútu hvora leið, það var ekki alveg að gera sig fyrir suma, en ég tók þann pól í hæðina að sofa alla leiðina til Prag og var það helvíti gott.

Skólinn byrjaði svo á "fullu" á mánudaginn, en þá fórum við eeeeeldsnemma í skólann og vá hvað það var erfitt því að tíminn byrjaði klukkan 4!! full snemmt fyrir okkur Íslendingana :) en kennarinn sem er að kenna okkur þennan áfanga er Breti og vá hvað þessi maður er fyndinn!! svartur og kaldhæðinn húmor alveg eins og okkur líkar best við! og vorum við þrír íslendingarnir grenjandi úr hlátri á meðan maður heyrði smá hlátur í hinum nemendunum og líkaði honum mjög vel við það hversu mikið við hlógum að bröndurunum hans :) enda er ísland best í heimi!!

Þriðjudagurinn var sami pakkinn, skóli klukkan 16:30...mjöööög erfitt að mæta í þann tíma..að þurfa að vakna fyrir allar aldir er ekki hægt dag eftir dag!! Pétur kallinn komst ekki í þá tíma því að loksins var taskan hans fundin og hann fór útá flugvöll til að ná í hana, hann tók lestina þangað en það er nú ekki frásögufærandi nema hvað að hann sofnaði í lestinni og missti að stoppinu sínu og fór einhverja 60km lengra en hann átti að fara! já skondið nokk :)

og svo er enginn skóli hjá okkur í dag, tíminn í gær féll niður og var það nice og við erum semsagt ekki í skólanum á fimmtudögum og föstudögum! alveg eins og það á alltaf að vera!

gott í bili...kveðja,

Búddafarar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sædl, bara chill á kjeppz!

Árni Þór (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 16:46

2 identicon

Haha, very good.

Hvað eruð þið í mörgum fögum þá?   Djöfulsins slappleiki í Sigurjóni!

haffi (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 09:43

3 identicon

við erum í 4 fögum hérna úti...6 over all...það er fínt sko! og já Árni þetta er bara CHIIILLL!! þú ert ennþá á listanum ;) og það er pláss í eldhúsinu fyrir þig! bara muna að taka grillið með!

Atli (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 15:28

4 identicon

hahaha... er svona vondur matur þarna úti að þið þurfið að fá einhvern grillmeistara þangað? :D

Árni Þór (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 23:55

5 identicon

Já var þaggi, var búin að segja ykkur að þið gætuð ekki annað en fílað hann. Geri annars ráð fyrir að bretinn sem þú sért að tala um sé Alan Thatam (eða eikkað solleis) Hann fílar líka íslendinga og finnst bara gaman að gera grín að okkur..bara svo þið vitið. Hann mundi líka vel eftir strákunum sem voru á undan mér, bið að heilsa kauða bara :)

Góða skemmtun þarna úti...farið ykkur ekki að voða í drykkjunni !!

Steinunn Birna (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 09:21

6 identicon

Árni: nei maturinn hérna er svakalega góður! manni langar bara að sjá hvort þú getir staðist okkar nýju kröfur um góðan mat! plús, það er fátt sem toppar íslenska grillmennsku ;)

Steinunn: jú það er hann Alan sem ég var að tala um, hann er snillingur! erum að fara í tíma til hans núna á eftir og já ég er þegar búinn að taka eftir því að hann gerir grín af okkur hehe :) Þakka fyrir kveðjun, en því miður of seint að fara sér ekki að voða :p hehe

Atli (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:49

7 identicon

Ég færi létt með það!

Árni Þór (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 20:29

8 identicon

Hahahahaha.... vá hvað ég ætla aldrei að ferðast með Pétri! Hann er ferðaböðull!!

Begga (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 16:14

9 identicon

Láttu ekki svona Begga, þú kemur bara með í töskunni :)

Ati gleymdi nú að greina frá þeim stórmerkilega veitingastað Resturant Reykjavík sem við fengum þessa líka fínu kokteilsósu á í Prag. Annars held ég að Sigurjón sé alveg að fara að blogga :)

Pétur F. (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 17:07

10 identicon

Þið eruð alveg glataðir bloggarar annars góð færsla hér að ofan en það mætti nú alveg henda inn fréttum aðeins oftar strákar koma svo :)

Stefanía (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 15:47

11 identicon

ég vill sjá myndir!!! helst myndir af ykkur raðnauðga nokkrum anastasíum.

Raggi Lú (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 11:42

12 identicon

Hvað er málið með að mæta í skólan kl 4 að morgni? Er fólk þarna svona morgunhressir... Eða eruð þið bara svo helvíti samviskusamir og mættir snemma til að taka á því ;)

kveðja Heiða

Heiða Anita (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband