Nakinn er klæðalaus maður

Jæja, ætli það sé ekki best að taka upp þráðinn svo einhver geri það. Ég skora á Atla og Sigurjón um að taka veðmáli um 1. blogg í viku frá hverjum og einum okkar, klikki einhver þýðir það bjórkassa í ískápinn á hans kostnað!

En það er í raun frá allt of mikklu að segja svo ég vona að þeir félagar dragi mig að landi með það sem gerst hefur síðan meishelgin fræga var. Helgina eftir komu bæði foreldrar Atla og Kalli vinur Sigurjóns í heimsókn í borgina. Kalla tókst að koma sér í æluklúbbuinn á mettíma eða strax á fimmtudagskvöldinu :) Á laugardeginum heyrðum við í Gísla , íslenskur skiptinemi hér sem við höfðum frétt af í gegnum kunningja. Við hittum hann og Gumma félaga hans sem býr í Vín svo á svaðalega nettum stað þar sem allir borðuðu með höndunum. Þar borðaði hjörðin með bestu lyst í boði Jóhönnu og Guðmunds (foreldrum Atla) og vonast ég til að strákarnir geti sett myndir hér inn af því, en þetta er enginn hefðbundinn staður, bjórinn er drukkinn úr 1líters krúsum og undir borðhaldinu voru menn að skylmast, eldgleypir og magadansmær m.a.

Eftir öfluga helgi tók við meira fjör svo því strax á þriðjudeginum skelltum við okkur á Queen tónleika hér í bæ.

Núna um þessa helgi fór hluti skólans til Kraká í Póllandi og þangað fór Atli og verður hann að segja frá því sem þar gerðist. Við Sigurjón skelltum okkur hinsvegar á Pendulum tónleika á föstudagskvöldinu í gamalli lestarstöð sem virðist nú vera einhversskonar lestarmynjasafn og vorum við vægast sagt hrifnir af staðnum.

Rudos baðhús

 Á laugardagskvöldið var svo rosalegt BI 18 sundlaugarpartý í Rudos sem er eitt af mörgum frægum baðhúsum í Buda. Þetta var virkilega flott sett upp þar sem aðalpartýið var í stærstu sundlauginni og var þar flott ljósashow á veggnum og fjöldi fólks, þá voru einnig tvö dansgólf þar sem liðið dansaði á bikini og skýlunum ásamt minni herbergjum með heitum laugum og gufubaðsvölundarhúsi.

Í einu laugarherberginu var t.d. eld og magadansmeyjasýning og svo voru mismunandi DJ í hverju herbergi. Klefarnir þarna voru ekki eins og við eigum að venjast heldur var blandað stelpur og strákar, en hver og einn fékk læsta klefa líkt og mátunarherbergi í fataverslun til að skipta um föt í og svo sturtaði liðið sig bara í sundfötunum á hinum ýmsu stöðum í húsinu.

Undirritaður skellti sér í einn sturtuklefa sem var þannig uppbygður að það var bara eins og margir litlir sturtuklefar væru hlið við hlið, þannig að það var hægt að loka að sér og glerið á milli var matt svo ekkert sást. Hinsvegar fór ég nú fljótlega að taka eftir því að í sturtunni við hliðina á minni var fólk að skemmta sér mun betur en ég :). Ég var svosem ekkert að pæla meira í því og var bara að njóta heitrar sturtu, en undanfarnar sex vikur höfum við verið að ná þetta 0 - 1 mínútu heitri sturtu í íbúðinni okkar þrátt fyrir ítrekaðar heimsóknir vanhæfs viðgerðamanns. En svo brá mér heldur betur þegar glerið á milli klefana hrynur inn í sturtuna mína með látum og stelpan sem hafði verið í actioni þar liggur allt í einu á botninum á mínum sturtuklefa og gæinn með sundskýluna á hælunum og félagan beinstífan út í loftið frekar vandræðalegur að reyna að setja Ungverjalandsmet í að standa á fætur, klæða sig í skýluna og tosa vinkonuna upp og forða sér af svæðinu, svei mér þá ef honum tókst það ekki! Þau muna það líklega næst að það borgar sig að nota fasta vegginn, jafnvel þó það þýði að blöndunartækin verði í afturendanum á stelpunni!

En ég kveð í bili og vonast til að áskorun mín hleypi nýju lífi í þessa síðu, það eru uppi hugmyndir um að skella sér í road trip um Evrópu á næstu dögum, flytjum ykkur frekari fréttir af því þegar þar að kemur.

Kveðja

Pétur F.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sælir félagar! :D djö er ég ánægður með ykkur! Sérstaklega með Pendulum tónleikana, þeir hafa örugglega verið geggjaðir! :D og djö eruði alltaf að lenda í einhverjum fáránlegum uppákomum! :D hahah... mætti halda að Finnbogi Vikar hefði smitað ykkur strákana! :D

Árni Þór (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 20:19

2 identicon

hehe...já uppákomurnar virðast engan enda ætla að taka hjá ykkur... megið allavega eiga það að þrátt fyrir að vera að setja einhverskonar met í leti við að blogga eru færslurnar alltaf hverri annari skemmtilegri... bíð spennt eftir nýrri færslu að viku liðinni

Helga Lilja (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:45

3 identicon

Hehehe, þvílík snilld Pétur. Þér hefur nú ekki leiðst þetta!Bið að heilsa þér!

Hrafn (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:51

4 identicon

Snilldar blogg Pétur

Ég skora á Sigurjón að koma með nýja bloggfærslu innan 3ja daga annars kjafta ég öllu hérna á síðunni. HEHE

Stefanía (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:50

5 identicon

koma svo Sigurjón

Stefanía (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband