Og námið heldur áfram

Skelli hérna inn smá uppfærslu á lífinu í Ungverjalandi en það er komið að Sigurjóni að blogga næstu stóru færslu.

En netið sem við höfðum fyrstu dagana í íbúðinni hefur ekki virkað undanfarið, líklegt að nágranninn sé í fríi og það þurfi að endurræsa routerinn eða eh. Okkar net er væntanlegt í lok vikunnar (sem þýðir líklega eftir 2-3 vikur) og lofum við örari færslum þá.

En við erum allir á lífi ennþá og búnir að upplifa ýmislegt. Erum dottnir í nokkursskonar partýhóp með fjórum frökkum og einni Belgískri. Þá fengum við tvo hressa Breta í partý til okkar á laugardaginn. Þá hittum við á pöbb á fimmtudeginum og þeir ætluðu að halda áfram interrailruntinum sínum á föstudeginum en við sannfærðum þá um að vera helgina í borginni. Þeir ætla svo að taka okkur í túr um London við tækifæri.

Hitinn undanfarið hefur verið óbærilegur og höfum við gripið til þess ráðs að reyna að sofa sem mest yfir daginn og vaka þeim mun meira á nóttunni en eftir að hitinn hafði farið í 37° á sunnudeginum lækkaði hann með grenjandi rigningu og þrumum og eldingum þá um kvöldið. Nú er hitastigið orðið mun bærilegra fyrir Íslendinga eða þetta 20 - 25°.

Í gær fórum við Atli í túr með ERASMUS nemum yfir til Esztergom sem er bær á landamærum Ungverjalands og Slóvakíu. Eftir að hafa prílað fleiri kílómetra upp hringstiga til að sjá allan andskotan röltum við yfir Dóná og yfir til Slóvakíu og fengum okkur þessa líka úrvals önd ásamt tilheyrandi drykkjum fyrir minna verð en subway kostar heima.

Um helgina er svo stefnan tekin til Prag með öðrum Erasmus nemum.

 Kveðjum í bili en Sigurjón lofar krassandi færslu fljótlega
Pétur F.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að þið væruð allir í kellingunum þarna úti!?! Bara djamm með einhverjum gaurum og þið allir á lausu - kellingar! :D

Árni Þór (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 19:49

2 identicon

Sigurjón! Áttu ekki tölvu? Hvernig væri að koma með krassandi blogg!

Árni Þór (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 11:55

3 identicon

Það fer að fara í nefnd að taka bloggréttindin af honum.

Pétur F. (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:45

4 identicon

Jæja Sissi

farðu nú að blogga !!!!!

Thelma (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband