Það er nú heldur erfitt að skrifa færslu eftir honum Sigurjóni, sérstaklega eftir allar undirtektirnar, en maður verður samt að reyna á það.
Max kom á fimmtudaginn, en þá voru ég og Sigurjón búnir að koma okkur yfir þröskuldinn á þessu blessaða hosteli og sváfum sem lömb í kojum, ég fékk efri kojuna og var mjög ánægður með það, við héldum að við hefðum sofið alveg meira en nóg en svo var ekki staðreyndin því við fórum niður í setustofu og lögðumst í sinnhvorn sófann og steinsváfum og hrutum í kór í næstum tvo og hálfan tíma með franska stelpu sem sat við hliðina á okkur og hlustaði á okkur hrjóta :)
En þegar Max kom þá var kíkt á pöbb, auðvitað og fengið sér bjór og Guinnes sem var gott svo fengum við okkur bara að éta og ákváðum að henda okkur aftur uppá hostel en auðvitað taka bjór með okkur í leiðinni. Þegar komið var uppá hostelið þá hittum við Velskt par sem ætlaði að detta í það með okkur og auðvitað náðum við að drekka þau svona líka undir borðið sem var gaman :) Þá var haldið í bæinn á Temple Bar sem er stærsti túristabarinn hérna í Dublin.
Föstudagurinn var tekinn með látum! já við fórum í Bus tour um Dublin og sáum Guinnes verksmiðjuna og dýragarðinn sem er staðsettur í einum af stærstu almenningsgörðum í heimi, hann er það stór að hægt væri að koma tveimur Central park görðum fyrir í honum! Sigurjón varð eins og lítill krakki þegar hann sá að það var dýragarður í Dublin og heimtaði hann, eiginlega öskraði af frekju um að fá að fara í hann og samþykktum við það, en fyrst skyldi haldið í Guinnes verksmiðjuna og gerðum við það næst. Það var fínt, en ekkert rosalegt, fengum þó Guinnes öl í lokin og var það fínt. Reyndar var rosalegt útsýni yfir Dublin þegar við vorum komnir á topp verksmiðjunar. Um kvöldið var haldin grillveisla af starfsólki Hostelsins og var bara svakalegt partý haldið og mættu margir af hostelinu þangað og var það algjör snilld, en ég og Sigurjón buðum öllum gestunum að taka sopa af okkar fræga Opali og líkaði öllum vel við það, enda er Ísland best í heimi! Fórum auðvitað niður í bæ og leitaði Sigurjón í gríð og erg af einhverjum Íra sem kynni Geilísku, hann sá þá gamlann mann sem hann var alveg viss um að talaði geilísku og þegar Sigurjón spyr hann segist því miður ekki geta það en benti honum þó á tvo menn sem mögulega gætu það, Sigurjón leit við fullur af spenningi, en þegar hann leit við sá hann bara tvo kolsvarta menn sem líklega kunnu ekki mikið í ensku og hvað þá geilísku og þá gafst Sigurjón alveg upp að leita að einhverjum sem kynni þetta forna tungumál og var hann þá svekktur, en hresstist allur við þegar að hópur af skoskum stelpum komu og byrjuðu að tala við okkur. Ein þeirra var að halda uppá afmælið sitt og auðvitað sungum við Sigurjón afmælissönginn fyrir hana við mikinn fögnuð.
Á laugardeginum var svo haldið í dýragarðinn og var það gaman, við sáum fullt af öpum, górillum, tígra, nashyrninga, flóðhesta, ljón, skrýtna fugla sem gáfu frá sér frekar skrítin hljóð okkur til mikillar kátínu. Svo var nú kvöldið bara hið rólegasta því við þurftum að vakna snemma í morgun til að "checka" okkur út af hostelinu og svo erum við að fara að koma okkur útá flugvöll því nú liggur leið okkar til Búdapest og verður það nú allt annað ævintýri! Ég sjálfur er orðinn alveg rosalega spenntur og bíð með eftirvæntingu að komast þangað, því í hvert skipti sem við hittum einhvern sem hefur komið þangað segir að þetta sé fallegasta borg sem þeir hafa séð! En við segjum frá henni seinna! mikið meira en nóg í bili...þið getið lesið þetta í nokkrum hollum :)
Atli!
Vísindi og fræði | 31.8.2008 | 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú er ég í Dublin Írlandi eins og stendur á brewery hostel sem er á thomas street. Svona til að snerta örlítð á því sem við erum búnir að vera gera af okkur þessa fyrstu 2 daga hér.
Lent var í Dublin aðfaranótt miðvikudags kl. 00:20 og gengið var um flugvöllinn með öllu tilheyrandi og stefnt var að þessu frábæra hosteli sem við höfðum pantað mörgum vikum áður.
Mætt var á hostelið um 02:00 leitið og fengum í hendurnar lykil hjá mjög indælum og hressum manni sem benti okkur á það að fara upp á herbergi nr. 21 á 3 hæð þar sem við værum saman í herbergi með 12 manns.
Ég og Atli röltum þangað upp í okkar mesta sakleysi, þegar þangað var komið vorum við frekar ragir í því að opna hurðina því skiljanlega vorum við ekki spenntir í því að troða okkur inn í herbergi með öllum þessum fjölda. Það kemur loksins að því eftir nokkra mínutna spjall sem fólst mestmegnis í því að segja "ertu aumingi afhverju opnar þú ekki hurðina?" eða "hey, opna þú hurðina ertu hommi eða?!?!?" o.s.frv. en loks féllst Atli á það að opna hurðina inn á þennan dimma dimma stað og viti menn hvað haldið þið að taki ekki á móti okkur? Ekkert annað en rosalegustu hrotur og svitafýla sem ég hef heyrt og lyktað á lifsleiðinni, ég meina skítugur ísbjörn nýkomin úr rækjuvinnslu með kvef og streptacocha hefði verið öfundsjúkur og lyktin þarna inni jafnaðist á við kæstan harðfisk með smá ívafi af brenndu hári. Ofurhetjurnar Atli og Sigurjón ákváðu því að hlaupa þaðan út og stökkva á næsta leigubíl og biðja hann um að fara með okkur á næsta sómasamlega hótel í grenndinni sem hann gerði og við eyddum nóttinni á.
Daginn eftir ákváðum við samt að drekka í okkur smá hugrekki og reyna við hostelið aftur mættum á staðinn og sömdum um að fá að vera í prýðilegu herbergi með 6 manns í stað 12 og erum þar eins og stendur og höfum það bara alldeilis prýðilegt.
En til að loksins skrifa um það sem við höfum verið að gera af okkur í dag, eftir að hafa checkað okkur út af bráðabirgðar hótelinu okkar og inn á hostelið þá ákváðum við hjónakornin að fara á smá rölt og kíkja hugsnalega á svona einn eða tvo pöbba, fyrstur var fyrir valinu pöbb sem á að vera elsti pöbb í gjörvallri dublin og hefur staðið síðan 1128 og er kallaður The brazen Head þar hittum við fyrir afar viðkunnanlegan barþjón kallaður John sem lýsti fyrir okkur næturlífinu í Dublin þ.e.a.s hver skal fara og hvað skal forðast.
Farið var að ráðgjöfum Johns og lagt af stað til að skoða Dublin í allri sinni dýrð, en þá áttaði Atli sig á því að það var einhver Arsenal leikur sem var að far byrja eftir einhverjar 2 klukkustundir því var lagt í það að finna stað til að horfa á þennan forláta fótboltaleik. Gengið var á rúma 60 sport pöbba sem enginn sýndi Arsenal leikinn en allir voru þeir þó að sýna Liverpool leikin. Atli gafst því upp á því að finna stað sem sýndi leikinn og félst á að fara á okkar samastað þ.e.a.s hostelið.
Farið var því í matvöruverslun og keypt rúta af Carlsberg og farið í setustofuna upp á Hostelinu og Atli neyddist til að horfa á Liverpool leikinn í svart-hvítu með velskum liverpool aðdáanda sem hét Roswald og ástralsku pari sem hafði aldrei áður séð fótboltaleik og spurði látlaust út í það afhverju leikmennirnir tækju ekki boltann upp með höndunum því þeim þótti ekki mjög sklilvirkt að nota einungis lappirnar.
Loksins þegar leikurinn var búinn féllst Atli á það að kíkja á skemmtanalífið í miðbæ Dublin, sem var nú ekki upp á marga fiska því nú er ég hér enn og aftur í setustofunni og Atli (sem fékk downs heilkenni af drykkju) dauður í kojunni uppí herbergi með 3 ókunnugum sveittum subbulegum mönnum sem gæti alltént eins verið að nota hann í einhvers konar dýrslegar tilraunir.
Því bið ég nú passlega vel drukkinn að heilsa í bili og bið ykkur öll vel að lifa.
Góðar stundir.
Sigurjón St.
Vísindi og fræði | 28.8.2008 | 02:29 (breytt kl. 10:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Atli skrifar, fyrsta hjólið undir vagninum.
Núna er innan við sólarhringur þangað til ævintýrið byrjar hjá mér og Sigurjóni, en Pétur greyið þarf að bíða bara pínu lengur. Ég er á lesbásunum góðu að læra fyrir rekstrarhagfræðiprófið oooog það er ekkert gaman :) en ég er nú búinn að vera duglegur í dag og fer nú að hætta og fara að sofa.
Kela og Sandra ætla að reyna að hitta mig og Sigurjón á morgun í Keflavíkinni ógurlegu, veit ekki hvort maður þori að fara undir 100km hraða framhjá þar, maður verður örugglega dreginn útúr bílnum á ferð og laminn GTA style ef maður fer eitthvað hægar en þar sem maður vill nú hitta þessar dömur þá verður maður að taka þann séns.
Pétur fann góðan leik fyrir okkur að fara á í Búdapest, en það er á milli frænda vor, Danmerkur og Ungverjalands auðvitað og væri nú gaman að fara á þann leik.
Nóg í bili, ég og Sigurjón verðum flugdólgar eftir ca sólarhring!
Flugdólgurinn og hjól númer 1, Atli!!
Vísindi og fræði | 25.8.2008 | 23:55 (breytt 26.8.2008 kl. 12:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Úr því að Atla tókst að skrifa færslu, þá hlýt ég að geta það líka.
Ég verð líklega í hlutverki þriðja hjólsins hjá þeim hjónakornum Sigurjóni og Atla næstu mánuðina í Búdapest þar sem Árni beiler Finnsson fékk þá flugu í höfuðið að velja Norðurárdalinn fram yfir ódýra ölið í Budapest. Hann um það, á meðan við verðum hér þá verður hann að sætta sig við Gettu Bifröst og á meðan við ökum um á svona þá vona ég að hann skemmti sér í yarisnum. Nú ef hann bilar, þá getur hann alltaf tekið rútuna í bæinn, okkar rúta hljómar samt betur. (Nei Árni ég er ekkert bitur að þú beilir :)
Annars er nú lítill tilgangur í að segja frá óspennandi atburðum af klakanum hér og því ætla ég ekki að hafa þetta mikið lengra í bili, ég fer út til Köben 29 ágúst og tek þar eina helgi í bjórsmökkun ásamt því að fara á Bröndby - FCK á sunnudeginum svo hittir maður hjónakornin á József körút stræti 1.sept.
Kveðja Pétur F. sem minnir á að hægt er að kaupa sér beinar ferðir til Budapest á www.heimsferdir.is
Vísindi og fræði | 21.8.2008 | 22:15 (breytt kl. 22:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja gott fólk, Atli skrifar að þessu sinni...aftur Sigurjón vildi meina það að ég þyrfti að biðja um leyfi til að skrifa á þessa síðu, en ég læt hann ekki stoppa mig! ekki nema hann breyti lykilorðinu
En í dag er minn síðasti vinnudagur, Sigurjón er hættur og á morgun er stærsti leikur síðari ára hjá landsliðsinu í handbolta! og sá sem ekki horfir á hann er ferhyrningur! en ég stefni að því að horfa á hann annaðhvort á players eða í sambíóum! já?! góðann daginn! Siffi, þú til??
Helgin er svo lengi að líða, hversu lengi má ég bíða? Fram á þriðjudagskvöld! úohóóó!! Fram á þriðjudagskvöld!! þetta er texti úr frægu lagi með Fóstbræðrum og já það er víst svo langt í brottför hjá mér og Siffilisjóni..
jæja nóg í bili, kveð með snilldarlagi!
Búdapestarinn, Atli
Vísindi og fræði | 21.8.2008 | 12:39 (breytt kl. 12:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Menningarnótt á laugardaginn kemur og ætla ég ekki að láta mig vanta þangað, eitthvað er verið að reyna að plana kveðjupartý en staðsetning er víst eitthvað vandamál eins og er, en það bjargast og læt ég vita af því sem fyrst. Svo eru þa próf hjá mér og Sjonna á mánudag og þriðjudag, látum okkur ekki vanta þangað :p
Jæja, langaði nú bara að henda inn einni færslu svona svo að Sigurjón fari ekki að kvarta yfir því að hann sé sá eini sem að lætur í sér heyra hehe
þangað til næst,
Atli
Vísindi og fræði | 18.8.2008 | 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er aðeins að athuga hvernig þetta kerfi virkar allt saman.
Við reiknum með að nota okkur þetta blogg frekar en það sem
boðið er upp á www.skolafelag.is.
Eins og staðan er núna erum við Atli að fara til Dublin þann 26. ágúst n.k og verðum þar til 31. ágúst, þaðan verður farið með Ryan-Air til Budapest. Þegar komið verður til Budapest verður vonandi eitt stk. Martina Gorondy-Wilde(leigumiðlari) að taka á móti okkur til að afhenda okkur þessa svona forlátu 120 fm2 íbúð sem við erum búnir að tryggja okkur, íbúðin er einhverja 300 m frá skólanum sem ætti að koma sér vel.
Biðjum annars vel að heilsa og við reiknum með að skrifa eitthvað gáfulegt hér um dvöl okkar erlendis, hvort það verður um framúrskarandi árangur í drykkju, áhugamannarannsóknir okkar á Ungversku skemmtanalífi eða í versta falli eitthvað um námið.
Kveðja Sigurjón St.
Vísindi og fræði | 18.8.2008 | 17:21 (breytt kl. 17:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)