Hvar er falda myndavélin?

Ég er farinn að halda að mér sé ekki ætlað að komast til Búdapest. Byrjaði mitt ferðalag á að fara með Iceland Express til Köben á föstudaginn, ætlaði að fljúga beint frá Egilsstöðum upphaflega en þeir canceluðu því svo ég breytti í beint frá Akureyri. Svo var ekki flogið innanlands á föstudaginn svo ég fékk í kaupbæti í beina fluginu millilendingu í Keflavík þar sem beðið var eh hluta vegna í 45 mínútur og svo loks haldið af stað með nýrri áhöfn til Köben. Þegar þangað var komið skilaði taskan mín með skólabókum, fötum og öðrum nauðsynjum sem ég hafði ætlað að hafa með mér til Búdapest sér ekki og hefur ekkert spurst til hennar síðan þrátt fyrir fögur fyrirheit starfsmanna á Kastrup. Er búinn að fljúga ótalsinnum og aldrei lent í neinum vandræðum svo það hefur líklega verið kominn tími á mann :)

En svo tók nú við fjandi góð helgi í Köben þar sem mikið var drukkið og djammað. Hitti Stefán Smára á laugardagskvöldinu, hann var edrú og sagði mér það að hann væri hættur að drekka út þetta ár (lesist, var blindfullur og ég stórefa að hann hafi vaknað í flugið sitt morguninn eftir). Á sunnudeginum fórum við 6 austfirðingar saman á Bröndby - FCK sem var alveg að gera sig fyrir utan spilamennsku Bröndby í fyrri hálfleik þar sem Stebbi lék svo illa að mér er til efs að hann kæmist í KFF með slíkri frammistöðu.

Svo í morgun hélt ég farangurslaus til Malmö til að fljúga til Budapest, en flugið átti að fara kl 11:20 en þegar þangað var komið var mér tjáð að fluginu hefði verið frestað og ekki bara frestað heldur FRESTAÐ því það er núna áætluð brottför kl hálf3 í nótt eða 15 tímum seinna en fyrirhugað var. Ekki er allt þó alslæmt þar sem núna þakka ég Sigurjóni fyrir að plata mann til að fá sér platium kort með priority passa inn á VIPin á flugvöllum. Hér sit ég í góðu yfirlæti með nánast einkaþjón og veitingar, net ofl þægilegt.

Þá brá ég mér einnig í bæjarferð til Malmö þar sem ég varð að kaupa mér síma þar sem hleðslutækið mitt var í ferðatöskunni og ekki nokkur maður í Köben eða Malmö virðist eiga gamla nokia hleðslutækið lengur. Þessi slæma ára sem hefur fylgt mér í ferðalaginu virðist vera smitandi því þegar ég stóð við biðstöðina niðrí miðbæ að bíða eftir flybusinum heyri ég sprenginu í eldgamalli SAAB druslu sem var stödd beint fyrir framan mig úti á stórum gatnamótum. Það rauk upp úr húddinu og vatn frussaðist undan bílnum sem var þarna stopp á miðjum gatnamótunum og alveg bjargarlaus. Þar sem þessir Svíar voru ekki að gera sig líklega til að aðstoða greyið strákinn kom náttúrulega Íslendingurinn upp í mér og ég rauk út á gatnamót og saman ýttum við druslunni þvert yfir gatnamótin og út af veginum.

En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra, ætla að fara að eyða þessum úttektarmiðum sem maður fékk frá flugfélaginu í skaðabætur. Vonandi að þetta fari að ganga betur og ég endi í Búdapest á endanum en af þeim Sigurjóni og Atla er það að frétta að þeir eru komnir í íbúðina, þar er víst allt í himnalagi, internetið virkt og íbúðin á frábærum stað. Helsti gallinn er víst að þeir eru farnir að þurfa að ganga um með smekk þar sem þeir halda ekki vatni yfir kvennfólkinu þarna úti.

 Kveðjur úr VIPinu á Sturup flugvelli

Pétur F.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott síða hjá ykkur og bestu kveðjur til ykkar.

Finnbogi Vikar

Finnbogi Vikar (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Stefán Smári Kristinsson

Sælir piltar! Vonandi hafið þið það sem best! Sennilega svipað veður og hjá mér... og mig heyrist að kvenfólkið sé í sama klassa ..hehehe hvað með vínið? Ég var að kaupa mér 5L kút af hvítvíni á 3€ ... sæll eigum við að ræða það eitthvað?

 Baráttu kveðjur frá Milano! 

Ciao ragazzi!

Stefán Smári Kristinsson, 4.9.2008 kl. 17:43

3 identicon

Hvernig væri að henda inn nýju bloggik strákar.

Stefanía (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 13:37

4 identicon

Sælir drengir, þetta er bara snilldarsaga hehe hló mikið (fyrirgefðu Pétur) hehe

Endilega koma með fleiri komment hvernig vinkonurnar líta út þarna, er nóg að hafa smekk á Sigurjóni þarf hann ekki að vera í ól líka?

Kveðjur frá Kína, Snorri.

Snorri Shanghai (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 15:11

5 identicon

sael őll sőmul, ástandid er nú thannig ad internetid er ekki virkt hja okkur eins og er. En vonandi naum vid ad henda inn faerslu sem fyrst :)

Atli búdda (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 15:18

6 identicon

ja koma svo!!! það er nú netkaffihús þarna örulega seldur bjór þar

tékkið á því ;) og hendi inn færslu :)

Kv Thelms

Thelma (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:34

7 identicon

sammála síðasta viðmælanda manni er nú farið að langa til að heyra af ykkurjóhanna í Boló

Jóhanna (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:42

8 identicon

Núna strákar! Þið getið alveg bloggað þó þið séuð fullir!

Árni Þór (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband