Smá dreitill af því sem gerst hefur.

CaptainHaddockNú er ég í Dublin Írlandi eins og stendur á brewery hostel sem er á thomas street. Svona til að snerta örlítð á því sem við erum búnir að vera gera af okkur þessa fyrstu 2 daga hér.

Lent var í Dublin aðfaranótt miðvikudags kl. 00:20 og gengið var um flugvöllinn með öllu tilheyrandi og stefnt var að þessu frábæra hosteli sem við höfðum pantað mörgum vikum áður.
Mætt var á hostelið um 02:00 leitið og fengum í hendurnar lykil hjá mjög indælum og hressum manni sem benti okkur á það að fara upp á herbergi nr. 21 á 3 hæð þar sem við værum saman í herbergi með 12 manns.
Ég og Atli röltum þangað upp í okkar mesta sakleysi, þegar þangað var komið vorum við frekar ragir í því að opna hurðina því skiljanlega vorum við ekki spenntir í því að troða okkur inn í herbergi með öllum þessum fjölda. Það kemur loksins að því eftir nokkra mínutna spjall sem fólst mestmegnis í því að segja "ertu aumingi afhverju opnar þú ekki hurðina?" eða "hey, opna þú hurðina ertu hommi eða?!?!?" o.s.frv. en loks féllst Atli á það að opna hurðina inn á þennan dimma dimma stað og viti menn hvað haldið þið að taki ekki á móti okkur? Ekkert annað en rosalegustu hrotur og svitafýla sem ég hef heyrt og lyktað á lifsleiðinni, ég meina skítugur ísbjörn nýkomin úr rækjuvinnslu með kvef og streptacocha hefði verið öfundsjúkur og lyktin þarna inni jafnaðist á við kæstan harðfisk með smá ívafi af brenndu hári. Ofurhetjurnar Atli og Sigurjón ákváðu því að hlaupa þaðan út og stökkva á næsta leigubíl og biðja hann um að fara með okkur á næsta sómasamlega hótel í grenndinni sem hann gerði og við eyddum nóttinni á.


Daginn eftir ákváðum við  samt að drekka í okkur smá hugrekki og reyna við hostelið aftur mættum á staðinn og sömdum um að fá að vera í prýðilegu herbergi með 6 manns í stað 12 og erum þar eins og stendur og höfum það bara alldeilis prýðilegt. 

En til að loksins skrifa um það sem við höfum verið að gera af okkur í dag, eftir að hafa checkað okkur út af bráðabirgðar hótelinu okkar og inn á hostelið þá ákváðum við hjónakornin að fara á smá rölt og kíkja hugsnalega á svona einn eða tvo pöbba, fyrstur var fyrir valinu pöbb sem á að vera  elsti pöbb í gjörvallri dublin og hefur staðið síðan 1128 og er kallaður The brazen Head þar hittum við fyrir afar viðkunnanlegan barþjón kallaður John sem lýsti fyrir okkur næturlífinu í Dublin þ.e.a.s hver skal fara og hvað skal forðast.

Farið var að ráðgjöfum Johns og lagt af stað til að skoða Dublin í allri sinni dýrð, en þá áttaði Atli sig á því að það var einhver Arsenal leikur sem var að far byrja eftir einhverjar 2 klukkustundir því var lagt í það að finna stað til að horfa á þennan forláta fótboltaleik. Gengið var á rúma 60 sport pöbba sem enginn sýndi Arsenal leikinn en allir voru þeir þó að sýna Liverpool leikin. Atli gafst því upp á því að finna stað sem sýndi leikinn og félst á að fara á okkar samastað þ.e.a.s hostelið.

Farið var því í matvöruverslun og keypt rúta af Carlsberg og farið í setustofuna upp á Hostelinu og Atli neyddist til að horfa á Liverpool leikinn í svart-hvítu með velskum liverpool aðdáanda sem hét Roswald og ástralsku pari sem hafði aldrei áður séð fótboltaleik og spurði látlaust út í það afhverju leikmennirnir tækju ekki boltann upp með höndunum því þeim þótti ekki mjög sklilvirkt að nota einungis lappirnar. 

Loksins þegar leikurinn var búinn féllst Atli á það að kíkja á skemmtanalífið í miðbæ Dublin, sem var nú ekki upp á marga fiska því nú er ég hér enn og aftur í setustofunni og Atli (sem fékk downs heilkenni af drykkju) dauður í kojunni uppí herbergi með 3 ókunnugum sveittum subbulegum mönnum sem gæti alltént eins verið að nota hann í einhvers konar dýrslegar tilraunir.

Því bið ég nú passlega vel drukkinn að heilsa í bili og bið ykkur öll vel að lifa.

Góðar stundir.

Sigurjón St. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehehe... snilldar blogg...

kvedja fra Rhodos

Erla Gunnlaugs

Erla Gunnlaugs (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 10:58

2 identicon

hehehehehe

vá hvað ég sé þetta fyrir mér með að opna hurðina kom mér samt á óvart að þú hafir ekki opnað hehehe

Kv::Thelms

Thelma (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 11:57

3 identicon

Blesssaður Sissi Bró

Ég er búin að grenja úr hlátri hérna inná skrifstofunni minni og hef fyrir vikið vakið verskulda athygli annarra hérna á svæðinni. Spurð að því hvort það sé ekki allt í lagi með mig sem er náttúrulega hreint ekki.  Maskarinn er kominn út um allt og ég lít satt best að segja alls ekki svo vel út lengur. Allt þessu blessaða bloggi þínu að kenna. Það er alltaf gaman að hlæja svolítið, ég sé ykkur hetjurnar fyrir mér standandi fyrir utan herbergisdyrnar að mana hvort annað upp í að opna.

Þetta er bara upphafið af hreint ótrúlegu ævintýri. Hvert fariði næstu og hvenær. ?

 Sía

Stefanía (mamma Hákonar Vals) (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 11:57

4 identicon

Sæll !

   las hjá þér bloggið...greinilega gaman hjá ykkur...Knús mamma,,,

Áslaug (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 17:33

5 identicon

haha djöfulsins fagmenn eru þessir Írar, auðvita að sýna bara gulldrenginn Kuyt og félaga hans frekar en þessa smástráka hans Wengers.

 Reyniði svo að láta ekki ræna ykkur áður en þið náið til Búdapest og sjáumst á mánudaginn (eins gott að þið verðið búnir að hella upp á og fylla ískápinn af öli).

Pétur F. (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:26

6 identicon

Haha.. ég sé ykkur alveg fyrir mér, standandi fyrir utan þessa hurð og reyna að fá ykkur til þess að opna! Ég veit það hinsvegar að ég hefði örugglega ekki opnað hana. Það að maðurinn hafi sagt mér að ég ætti að gista í sama rými og 12 aðrir hefði verið alveg nóg til þess að ég hefði labbað beinustu leið út aftur og inn á næsta sómasamlega hótel! Ánægð með ykkur :o)

Fariði nú varlega og skemmtið ykkur vel, en fallega! Knúsiknús.

Ólöf Birna (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 11:10

7 identicon

hæhæ.. ég flaug yfir Búdapest í gær þegar ég var á leiðinni heim frá Rhodos, og hugsaði með mér hvað í ósköpunum þið væruð að gera af ykkur núna.. hehehehe...

Erla Gunnlaugs (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband