Þriðja hjólið undir vagninum

Úr því að Atla tókst að skrifa færslu, þá hlýt ég að geta það líka.

Ég verð líklega í hlutverki þriðja hjólsins hjá þeim hjónakornum Sigurjóni og Atla næstu mánuðina í Búdapest þar sem Árni beiler Finnsson fékk þá flugu í höfuðið að velja Norðurárdalinn fram yfir ódýra ölið í Budapest. Hann um það, á meðan við verðum hér þá verður hann að sætta sig við Gettu Bifröst og á meðan við ökum um á svona þá vona ég að hann skemmti sér í yarisnum. Nú ef hann bilar, þá getur hann alltaf tekið rútuna í bæinn, okkar rúta hljómar samt betur. (Nei Árni ég er ekkert bitur að þú beilir :)

 Annars er nú lítill tilgangur í að segja frá óspennandi atburðum af klakanum hér og því ætla ég ekki að hafa þetta mikið lengra í bili, ég fer út til Köben 29 ágúst og tek þar eina helgi í bjórsmökkun ásamt því að fara á Bröndby - FCK á sunnudeginum svo hittir maður hjónakornin á József körút stræti 1.sept.

Kveðja Pétur F. sem minnir á að hægt er að kaupa sér beinar ferðir til Budapest á www.heimsferdir.is

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli, Pétur Fannar og Sigurjón.

Hvernig tókst þér að fnna tónleika með Queen?! :o sniiiiilld! við þangað :)

kv. Atli - hjól númer 1..! 

Atli, Pétur Fannar og Sigurjón., 21.8.2008 kl. 22:50

2 identicon

Já það verður farið á Queen!!!

En hey Atli ekki sáttur að vera skipaður bara sisvona hjól númer tvö! Ég neyðist því að skora þig á hólm!

Sigurjón St. (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:18

3 identicon

haha nice árni beiler finnsson

klárlega réttlátt og vel mælt!

annars, leitt að pési fer út 29. því ég verð þá einmitt með kveðjuparty á classic rock í ármúla ásamt 3 öðrum vinum mínum sem eru einnig að fara til úglanda. Allir eru velkomnir.

frír bjór og bolla.

kv. haffi

p.s. sjáumst í VEGAS!!

haffi (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband