CFR Cluj vs. Chelsea og Drakúla

Enn og aftur verður maður að hlaupa í skarðið fyrir hann Sigurjón.

En ekki mikið hefur gerst hjá okkur undanfarna daga, nema á fimmtudaginn fórum við í stórt partý sem Cesar vinur okkar var að halda ásamt 4 eða 5 sambýlisfólki sínu, risa íbúð sem í raun leit bara út eins og klúbbur, maður labbaði úr öðru herbergi í annað :)

En stærstu fréttirnar eru líklega þær að ég og Pétur tókum stórákvörðun í dag þegar við sátum á "barnum okkar" sem hefur frítt internet og sýnir fótbolta og býður uppá máltíðir sem kosta lítið meira en 200 kall :) ekki ónýtt það. En aftur að fréttunum, við ákváðum það að fara til Rúmeníu til að sjá  CFR Cluj vs. Chelsea! búnir að bóka Hostel og bíl :) eina sem okkur vantar eru miðar á leikinn en við höfum nú minnstar áhyggjur af því :)

Eftir tvær vikur förum við svo með skólanum til Kraká í Póllandi, urðum að hætta við Octoberfest vegna þess að við gátum ekki fengið þá gistingu sem við gerðum ráð fyrir, þannig að við urðum að finna eitthvað gott í staðinn og held ég að fara til Rúmeníu verði helvíti gaman :) en þess má geta að þessi borg, Cluj er í Transilvaníu! úúúúúú! kannski komum við til baka sem vampírur! reyndar er ég farinn að halda að við séum hálfpartinn vampírur, því að það er ekki algengt að við sjáumst í dagsljósi þessa daganna en það verður nú vonandi bætt úr því :)

Höres,

Búdda! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eruði að segja mér að það sé ennþá meira chill í skólanum hjá ykkur heldur en okkur! Hjá okkur er bara frí á föstudögum, Bifröst þarf svo að fara kynna sér þetta erlenda skólakerfi.

Raggi Kínverji (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 17:10

2 identicon

Já við þetta er ágætis chill hérna og djöfull hitturu naglann á höfuðið þarna :)

Atli (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:54

3 identicon

Við vorum að klára 4 verkefni um helgina sem á að skila í dag! Þið eruð ömurlegir! :) hehe...

Árni Þór (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:13

4 identicon

hahahha 0-0!!!!!!!!!!!! :D

ég má hlægja (fór á united - city 2006 á 0-0 leik) :D

Árni Þór (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband