Dvölin í Dublin á enda

Það er nú heldur erfitt að skrifa færslu eftir honum Sigurjóni, sérstaklega eftir allar undirtektirnar, en maður verður samt að reyna á það.

Max kom á fimmtudaginn, en þá voru ég og Sigurjón búnir að koma okkur yfir þröskuldinn á þessu blessaða hosteli og sváfum sem lömb í kojum, ég fékk efri kojuna og var mjög ánægður með það, við héldum að við hefðum sofið alveg meira en nóg en svo var ekki staðreyndin því við fórum niður í setustofu og lögðumst í sinnhvorn sófann og steinsváfum og hrutum í kór í næstum tvo og hálfan tíma með franska stelpu sem sat við hliðina á okkur og hlustaði á okkur hrjóta :)

En þegar Max kom þá var kíkt á pöbb, auðvitað og fengið sér bjór og Guinnes sem var gott svo fengum við okkur bara að éta og ákváðum að henda okkur aftur uppá hostel en auðvitað taka bjór með okkur í leiðinni. Þegar komið var uppá hostelið þá hittum við Velskt par sem ætlaði að detta í það með okkur og auðvitað náðum við að drekka þau svona líka undir borðið sem var gaman :) Þá var haldið í bæinn á Temple Bar sem er stærsti túristabarinn hérna í Dublin.

Föstudagurinn var tekinn með látum! já við fórum í Bus tour um Dublin og sáum Guinnes verksmiðjuna og dýragarðinn sem er staðsettur í einum af stærstu almenningsgörðum í heimi, hann er það stór að hægt væri að koma tveimur Central park görðum fyrir í honum! Sigurjón varð eins og lítill krakki þegar hann sá að það var dýragarður í Dublin og heimtaði hann, eiginlega öskraði af frekju um að fá að fara í hann og samþykktum við það, en fyrst skyldi haldið í Guinnes verksmiðjuna og gerðum við það næst. Það var fínt, en ekkert rosalegt, fengum þó Guinnes öl í lokin og var það fínt. Reyndar var rosalegt útsýni yfir Dublin þegar við vorum komnir á topp verksmiðjunar. Um kvöldið var haldin grillveisla af starfsólki Hostelsins og var bara svakalegt partý haldið og mættu margir af hostelinu þangað og var það algjör snilld, en ég og Sigurjón buðum öllum gestunum að taka sopa af okkar fræga Opali og líkaði öllum vel við það, enda er Ísland best í heimi! Fórum auðvitað niður í bæ og leitaði Sigurjón í gríð og erg af einhverjum Íra sem kynni Geilísku, hann sá þá gamlann mann sem hann var alveg viss um að talaði geilísku og þegar Sigurjón spyr hann segist því miður ekki geta það en benti honum þó á tvo menn sem mögulega gætu það, Sigurjón leit við fullur af spenningi, en þegar hann leit við sá hann bara tvo kolsvarta menn sem líklega kunnu ekki mikið í ensku og hvað þá geilísku og þá gafst Sigurjón alveg upp að leita að einhverjum sem kynni þetta forna tungumál og var hann þá svekktur, en hresstist allur við þegar að hópur af skoskum stelpum komu og byrjuðu að tala við okkur. Ein þeirra var að halda uppá afmælið sitt og auðvitað sungum við Sigurjón afmælissönginn fyrir hana við mikinn fögnuð.

Á laugardeginum var svo haldið í dýragarðinn og var það gaman, við sáum fullt af öpum, górillum, tígra, nashyrninga, flóðhesta, ljón, skrýtna fugla sem gáfu frá sér frekar skrítin hljóð okkur til mikillar kátínu. Svo var nú kvöldið bara hið rólegasta því við þurftum að vakna snemma í morgun til að "checka" okkur út af hostelinu og svo erum við að fara að koma okkur útá flugvöll því nú liggur leið okkar til Búdapest og verður það nú allt annað ævintýri! Ég sjálfur er orðinn alveg rosalega spenntur og bíð með eftirvæntingu að komast þangað, því í hvert skipti sem við hittum einhvern sem hefur komið þangað segir að þetta sé fallegasta borg sem þeir hafa séð! En við segjum frá henni seinna! mikið meira en nóg í bili...þið getið lesið þetta í nokkrum hollum :)

Atli! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HÆ HÆ gaman að sjá að þið skemmtið ykkur svona vel og að Max kom til ykkur .EN NÚ BYRJAR ALVARAN námið sko, jæja elsku strákar það er samt gott að þið náðuð flugvélinni þó að ég hafi ekkert hrignt til að minna ykkur á nei smá grín fyrir Sigurjón kær kveðja mamma (ATLA)

JÓHANNA (mamma Atla) (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 01:21

2 identicon

Þú heldur þó ekki að þeir séu að fara að læra þarna úti Jóhanna? ;) Það kæmi mér ekki á óvart ef að hann Atli væri mættur vestur eftir 4-5 vikur í smíðarnar...

 Neinei, segi svona.... Hef fulla trú á mínum manni

Aron Örn (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 00:13

3 identicon

hehe takk fyrir traustið vinur ;)

Atli búdda (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 01:44

4 identicon

Aron maður verður að eiga sér drauma ,sér í lagi þegar kemur að börnunum því það hefur oft verið sagt að foreldrar láti drauma sína rætast í gegnum börnin,(átt eftir að upplifa þetta allt sjálfur vinur,)kveðja suður í rigninguna úr sólinni fyrir vestan,jóhanna OG ÞIÐ LÆRISVEINAR KOMA SVO OG VERA DUGLEGIR AÐ NEMA FRÆÐI.KV MAM

JÓHANNA (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband