Fólskuleg árás framkvæmd af gömlum karlskratta!

 P1011641

 

 

Eins og eflaust einhverjir eru búnir að lesa hér á undan þá var ég tekin fyrir hér á götum Budapestborgar og sprautaður með Piparúða eða einhverskonar mace.

 Mér finnst eins og þetta atvik eigi skilið að vera tekið örlítið betur fyrir og því sit ég hér nú yfir tölvunni hálf blindur og stokkbólgin. 

Kvöldið byrjaði vel, Atli ég og Pétur vorum á frábærum veitingastað, guðaveigarnar runnu niður og við eyddum peningum sem við eigum ekki, ekkert öðruvísi en aðra daga semsagt.

Seinna um kvöldið erum við staddir á götu stutt frá heimili okkar í okkar mestu makindum. Skulum hafa það á hreinu þegar ég segi okkar mestu makindum, þá er það meira þannig að við vorum fullir eins og íslendingum einum er lagið í útlöndum. Aðeins 10 mín áður skrapp Pétur inn í símaklefa og sagðist þurfa hringja eitt símtal sem mér fannst nú vera frekar furðulegt því ég veit fyrir víst að hann á farsíma og hef séð hann nota hann, Margoft! En hlutir urðu skýrir fljótlega þegar grunsamleg vatnsspræna kom skríðandi undan klefanum. Meðan Pétur er að hringja fæ ég þessa frábæru hugmynd um að taka nálægan garðbekk og leggja að hurðinni á símaklefanum, bara svona til að koma í veg fyrir að nokkur maður trufli Pétur við símtal sitt eða aðrir myndu vilja halda fram, vera fullur og stríðinn. Pétur er frekar stór og stæðilegur maður og þessi eini garðbekkur var nú ekki til mikilli vandræða fyrir hann. 

Stuttu seinna, Atli og Pétur eru eitthvað að ræða málin um hvert skuli fara og ég í mínu mesta sakleysi ráfa eitthvað frá þeim í mínum eigin heimi(labbandi eftir götunni þar sem ég er búin að banna mér að snerta brot eða samskeyti í stéttinni) Meðan Atli og Pétur eru að diskútera kemur askvaðandi að mér eldri maður um sextugt ég hætti að dunda og brosa að honum og bíð eftir að hann kemur að mér, búandi við að kallinn þurfi aðstoð eða eitthvað þvíumlíkt(Því ég er eins og einhver segull oft á næturna um að hjálpa liði, hvort það sé að aðstoða sígauna ömmu um borð í strætó með hún lemur aðra í kringum sig með dagblaðinu sínu eða margt annað þvúmlíkt.) allavegana aftur að gamla karlinum. Hann með grátt/hvítt hár orðin freka sköllóttur og þegar ég hugsa um það núna þá gæti hann vel verið einhver róni. Þarna stend ég brosandi, vel kenndur og allur úr vilja gerður. Sá gaml rífur upp einhvern brúsa beinir honum að mér og lætur vaða ég man að ég hugsaði með mér, hvern andskotann er sá gamli að gera með að bleyta mig allan en þá grípur í mig þessi svona svakalegi sársauki ég hníg niður og öskra í þá átt sem ég held að drengirnir séu "Gamla fíblíð meisaði mig!" "sjítt!!!" Atli kemur askvaðandi "hvað er að?" 

Þarna ligg ég í götunni grenjandi staurblindur,ónýtur og að Atla sögn gamli karlinn hvergi nærri. Vitið ég get eiginlega engan vegin líst sársaukanum því... ég hef verið meisaður 3svar sinnum áður þ.e.a.s í lögregluskólanum og svo sumarið sem ég starfaði í löggunni(er skylda fyrir alla að vita hvernig þetta er) Það var sárt maður blindast allur, á erfitt með að anda og getur engan vegin opnað augun. Þarna liggjandi í götunni var eina hugsunin sem komst fyrir sú að hversu miklu miklu sterkara þetta efni var en það sem notað er í löggunni og hversu viðbjóðslega sársaukafullt þetta var.

Atli þessa elska sem hann er kemur úr vatnsferðinni sinni og hugar að mér en gerir þau mistök að reyna nudda draslið úr andlitinu á mér. Þar með fær Atli svokallað smit því hann fer óafvitandi með sömu hendi í andlitið á sér. Þarna því í staðinn fyrir einn vælandi og blindan mann verða þeir tveir.

Þarna liggja tveir staurblindir vælandi menn og yfir okkur stendur Pétur. Eftir þónokkurt væl og það mest úr mér ef ekki allt, rísum við á fætur og erum leiddir af Pétri blindandi heim til okkar sem var sem betur fer aðeins 5 minútur í burtu, Pétur þurfti bókstaflega að leiða okkur alla leið heim upp stigann og inn í baðherbergi. Þar grenjum við aðeins meira og reynum að skola sullið úr. 

Ég veit ekki hvað skal segja meira, nema það að ég hef aldrei lent í öðru eins og eftir að hafa spurt "skiptinemamömmuna" okkar út í þetta þá er þetta víst ekkert svo óalgengt þ.e.a.s fólk sprautað og svo rænt. En ég læt hér með fylgja mynd af því þegar við vorum komnir heim og vorum að skola okkur í baðkarinu. 

 P1011642

við fundum nú lag svona í tilefni þess sem gerðist hafði fyrir viku síðan

 http://www.bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=34511


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu viss um að það vanti ekki í frásöngnina að þegar þú sást gamla kallinn hafiru verið með smá dólg svona elelelelelele heheheeh

eg held það :)

þetta er bara FYNDIÐ passaðu þig svo á mafíunni 

Thelma (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 12:57

2 identicon

Þér hefur verið nauðgað og þú hefur ekki tekið eftir því mongólítinn þinn

GummiÞ (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 14:42

3 identicon

Mér finnst ótrúlegast að Pétur hafi ekki smitað sjálfan sig af þessu helvíti. Shit hvað það hefði verið fyndið að hafa ykkur þrjá þarna blinda í Bútaveiki.

Þekkjandi þig Sigurjón hefurðu á einhvern hátt átt þetta skilið. 

Farið vel með ykkur. 

Hilsen

Stebbi Gje (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 15:18

4 identicon

Kannski að manngreyið hafi bara komist að því að þið hafið verið íslendingar. Farðiði svo varlega ekkert meira útúrdrukknir ég vil fá ykkur heila heim.

Stefanía (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 20:43

5 identicon

hahahahah... :) ég var í beinu sambandi við Pétur þegar þið voruð í baðkarinu og ég grenjaði úr hlátri einn heima undir sæng! Bara snilld! :) Hefði verið miklu fyndnara ef þið hefðuð verið rændir! :) hehehe...

Árni Þór (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 13:40

6 identicon

Haha svona hlutir koma bara fyrir þig Sigurjón

Elín Auður (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:44

7 identicon

hahahhaha, þú hefur pottþétt móðgað hann.. hreytt einhverju í hann! vilt bara ekki viðurkenna það, til að þú lítir betur út! haha ;)

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:42

8 identicon

Meira stuðuð á þér þarna úti!

Jenný (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 03:49

9 identicon

hahaha... tek undir þetta með Guðrúnu, þú hefur alveg pottþétt sagt eitthvað við hann.

Arna Ósk (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:12

10 identicon

Ég held að þetta hafi nú ekki verið nein mistök hjá Atla, hann vildi bara hafa ástæðu til að koma með þér í bað;)

Kristrún (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:37

11 identicon

nú heimta ég blog atli minn og hafðu það krassandi

steini (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 23:35

12 identicon

hahahahahahaha - þetta er eitt það fyndnasta sem ég hef lesið!

haffi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband